Auglýsing

Örskýring: Maður ók flutningabíl hlöðnum stálbitum á fullri ferð inn á jólamarkað í Berlín

Um hvað snýst málið?

Tólf manns létu lífið og fjörutíu og átta slösuðust, þar af margir alvarlega, þegar flutningabíl, sem hlaðinn var stálbitum, var ekið á fullri ferð inn á jólamarkað í Berlín á Þýskalandi mánudagskvöldið 19. desember.

Hvað er búið að gerast?

Tveir menn voru í bílnum og lagði ökumaðurinn á flótta eftir að vörubíllinn hafði verið stöðvaður.

Vitni að árásinni sagðist hafa fylgst með manninum hlaupa frá torginu, elt hann og vísað lögreglu á hann. Maðurinn, sem er hælisleitandi frá Pakistan, var handtekinn síðar um kvöldið.

Hinn maðurinn, pólskur ríkisborgari, fannst látinn í farþegasæti bílsins. Talið er að hann hafi verið myrtur þegar bílnum var rænt af manninum sem ók bílnum inn á markaðinn.

Lögregla í Þýskalandi tekur að um skipulagða árás hafi verið að ræða.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að gera verði ráð fyrir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Hvað gerist næst?

Eftir yfirheyrslur og rannsókn málsins er lögregla ekki viss um að maðurinn sem er í haldi sé sá sem ók bílnum. Hann hefur neitað sök við yfirheyrslur.

Lögregla biður fólk því að fara að öllu með gát.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing