Auglýsing

Örskýring: Niðurstaða umboðsmanns Alþingis

Um hvað snýst málið?

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur skilað frumkvæðisathugun á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í lekamálinu.

Hvað er búið að gerast?

Í niðurstöðunum kemur fram að Hanna Birna hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hún reyndi að hafa áhrif á lögreglurannsókn sem sneri að henni og aðstoðarmönnum hennar.

Þá kemur fram að Hanna viðurkenni að hún hefði „ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við“ Stefán á meðan á lekamálinu stóð og að hún hafi beðið hann afsökunar.

Þetta stangast á við það sem hún sagði í svari við fyrirspurn RÚV í sumar:

Líkt og komið hefur fram í dag bæði hjá mér og lögreglustjóra á ég enga aðkomu að ákvörðun hans um að skipta um starfsvettvang og hef hvorki beitt hann þrýstingi eða haft óeðlileg afskipti af einstökum málum sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá lögreglu.

Hvað gerist næst?

Þingflokkur Pírata vill að Alþingi rannsaki framgöngu Hönnu Birnu gagnvart einstaka þingmönnum, „ósannsögli“ ráðherrans á Alþingi og tilraun hans til hvítþvottar með svokallaðari „innri athugun” ráðuneytisins.

Þá hafa nefnd­ar­menn í stjórn­skip­un­ar og eft­ir­lits­nefnd boðið Hönnu Birnu að koma á fund til að gera grein fyr­ir mál­inu og svara spurn­ing­um vegna yfirlýsinga hennar á þingi sem þykja orka tvímælis.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing