Auglýsing

Örskýring: Ólarnir tveir í Al-Thani málinu

Um hvað snýst málið?

Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, birti grein í Fréttablaðinu þar sem hún segir að eiginmaður sinn hafa verið ranglega sakfelldur í Al-Thani málinu svokallaða vegna þess að Hæstiréttur hafi farið mannavillt í dómi sínum.

Hvað er búið að gerast?

Í grein sinni segir Ingibjörg að í upphafsforsendum dómsins vísi Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram komi að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna.

Ingibjörg vísar til þess þegar Hæstiréttur talar í niðurstöðu sinni um samtal milli Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns hjá Logos, og Eggerts Hilmarssonar, sem var á þessum tíma framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg.

Bjarnfreður segir í samtali við Viðskiptablaðið að umræddur Óli sé Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögfræðingur.

Björn Þorvaldsson, sem sótti Al-Thani málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, þvertekur fyrir að niðurstaða Hæstaréttar byggi á slíkum misskilningi.

Ingi­björg stend­ur við um­mæli sín um að Hæstirétt­ur hafi farið manna­villt í rök­stuðningi sín­um í Al Thani-mál­inu.

Hvað gerist næst? 

Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar, segir á Vísi að næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ segir hann.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing