Auglýsing

Örskýring: Pálmatré…í Reykjavík?

Um hvað snýst málið?

Tvö pálmatré verða hluti af 140 milljón króna listaverki sem prýða á nýja íbúðabyggð í Reykjavík. Ákvörðunin hefur verið umdeild en sumir telja að þetta sé enn eitt dæmi um undarlega forgangsröðun fjármuna í borginni.

Hvað er búið að gerast?

Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander bar sigur úr býtum í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður dómnefndar hefur sagt að trén verði segull og kennileiti fyrir hverfið. Listaverkið kostar 140 milljónir sem eru hluti af lóðaverðinu. Eitt prósent af heildarverði verður því fyrir listsköpun í hverfinu en verkefnið er kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðaeigendum í Vogabyggð.

Borgarfulltrúar minnihlutans hafa kvartað yfir ákvörðuninni. Kol­brún Bald­urs­dótt­ir furðaði sig á fréttunum og segir Hjálmar Sveinsson búa í allt öðrum heimi en hinn almenni borgarbúi.

Hvað gerist næst?

Karin Sander reiknar með að flytja pálmatrén inn frá Suður-Evrópu og að þau vaxi og dafni í glerhjúpnum. Það eru ekki allir á því að það sé góð hugmynd. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að verkefnið verði að öllum líkindum endurskoðað út frá raunhæfni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing