Um hvað snýst málið?
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg myndi sniðganga ísraelskar vörur á meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.
Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands snýst deila Palestínumanna og Ísraela í grófum dráttum um land.
Hvað er búið að gerast?
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að það hefði mátt undirbúa málið betur. Þá hafi verið óheppilegt að stilla málinu upp eins og kveðjugjöf til Bjarkar Vilhelmsdóttur.
Utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um að ákvörðunin væri ekki í samræmi við lög og alþjóðasamninga. Íslenskar vörur voru teknar úr hillum erlendis.
Hvað gerist næst?
Tillögur um að draga samþykktina til baka verða lagðar fyrir fund borgarstjórnar á þriðjudag.
Í breyttri tillögu Samfylgingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna verður skýrt tekið fram að aðeins stendur til að sniðganga ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdu svæðunum.
Í tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina er gert ráð fyrir að tillagan verði dregin til baka til að „lágmarka þann skaða sem samþykkt meirihluta borgarstjórnar hefur haft í för með sér fyrir orðspor og viðskipti Íslands við önnur lönd.“
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.