Auglýsing

Örskýring: Reykjavíkurborg sniðgengur vörur frá Ísrael

Um hvað snýst málið?

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti til­lögu Bjark­ar Vil­helms­dótt­ur um að Reykja­vík­ur­borg­ myndi sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur á meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir.

Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands snýst deila Palestínumanna og Ísraela í grófum dráttum um land.

Hvað er búið að gerast?

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að það hefði mátt undirbúa málið betur. Þá hafi verið óheppilegt að stilla málinu upp eins og kveðjugjöf til Bjarkar Vilhelmsdóttur.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um að ákvörðunin væri ekki í sam­ræmi við lög og alþjóðasamn­inga. Íslenskar vörur voru teknar úr hillum erlendis.

Hvað gerist næst?

Til­lög­ur um að draga samþykktina til baka verða lagðar fyr­ir fund borg­ar­stjórn­ar á þriðju­dag­.

Í breyttri tillögu Samfylgingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna verður skýrt tekið fram að aðeins stendur til að sniðganga ísraelskar vörur sem fram­leidd­ar eru á her­numdu svæðunum.

Í til­lögu Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina er gert ráð fyr­ir að til­lag­an verði dreg­in til baka til að „lág­marka þann skaða sem samþykkt meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar hef­ur haft í för með sér fyr­ir orðspor og viðskipti Íslands við önn­ur lönd.“

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing