Auglýsing

Örskýring: Sala Landsbankans á hlut í Borgun

Um hvað snýst málið?

Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgun slf. Landsbankinn er í 98 prósent eigu íslenska ríkisins. Eignin var ekki auglýst og öðrum áhugasömum kaupendum var ekki gefið tækifæri til að bjóða í hana.

Samkvæmt Kjarnanum var aðdragandi kaupanna þannig að Magnús Magnússon og stjórnendur Borgunar, sem eru á meðal nýrra eigenda, áttu hugmyndina að kaupunum og viðruðu hana við stjórnendur Landsbankans. Hópurinn fékk svo að kaupa hlutinn í Borgun.

Hvað er búið að gerast?

Í tilkynningu sem Landsbankinn sendi frá sér um málið segir að það hafi „ekki væri rétt“ að selja hluta bankans í Borgun í opnu söluferli, eins og reglur bankans gera ráð fyrir:

Einn helsti keppinautur Landsbankans er meirihlutaeigandi félagsins og jafnframt einn stærsti viðskiptavinur þess, sem gerir Landsbankanum erfitt um vik, að vinna að sölu og afhendingu gagna um félagið.

Kjarninn greinir frá því að sterkar vísbendingar séu um að kaupverðið hafi verið of lágt.

Hvað gerist næst?

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að skýra af hverju salan hafi farið fram með þessum hætti og hvað hafi valdið því að þessi hópur, umfram aðra, hafi fengið að kaupa hlut ríkisbankans í arðbæru greiðslukortafyrirtæki.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing