Auglýsing

Örskýring: Samkeppniseftirlitið sektar MS

Um hvað snýst málið?

Mjólkurbúið Kú, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan því að þurfa að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir óunna mjólk, en keppinautar sínir, sem tengjast Mjólkursamsölunni. Samkeppniseftirlitið rannsakaði málið og hefur nú sektað Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi beitt smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim mjólkina á hærra verði en fyrirtækjum tengdum MS. Þessi smærri keppinautar eru Mjólkurbúið Kú og Mjólka. Brot MS eru sögð haf veikt Mjólkurbúið Kú, litla mjólkurafurðastöð í einkaeigu og stuðlað að því að fyrirtækið Mjólka var á sínum tíma selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Kaupfélagið á 10 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni.

Hvað er búið að gerast?

MS ætlar að áfrýja ákvörðuninni.

Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna og Auðhumlu vegna samkeppnishamlandi aðgerða, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu, í það minnsta í tvö ár, með því að krefja mjólkurbúið KÚ um 20 prósentum hærra verð fyrir rjóma en Mjólku, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Helgi Hjörvar hefur boðað endurflutning þingsályktunartillögu um að afnema undanþágu mjólk­uriðnaðar­ins frá sam­keppn­is­lög­um.

Af hverju var málið blásið upp?

370 milljónir er mjög há sekt. Samkeppniseftirlitið telur brotið alvarlegt, þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hafi varað að minnsta kosti frá árinu 2008. 

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um ruglingsleg mál sem mikið er skrifað um. Sendu okkur póst ef þú vilt að við örskýrum fleiri mál.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing