Um hvað snýst málið?
Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var samþykktur á fundum flokkanna þriggja í gærkvöldi.
Hvað er búið að gerast?
Flokkarnir fóru fyrst í stjórnarmyndundarviðræður eftir kosningarnar í lok október en upp úr þeim slitnaði í nóvember.
Tvisvar var reynt að mynda fimm flokka stjórn VG, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar án árangurs. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hófu svo stjórnarmyndunarviðræður á ný í lok desember.
Flokkarnir eru samtals með 32 þingmenn af 63, eða minnsta mögulega meirihluta.
Hvað gerist næst?
Búist er við að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði kynntur í dag ásamt ráðherraskipan flokkanna.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.