Auglýsing

Örskýring: Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð samþykkja stjórnarsáttmála

Um hvað snýst málið?

Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var samþykktur á fundum flokkanna þriggja í gærkvöldi.

Hvað er búið að gerast?

Flokkarnir fóru fyrst í stjórnarmyndundarviðræður eftir kosningarnar í lok október en upp úr þeim slitnaði í nóvember.

Tvisvar var reynt að mynda fimm flokka stjórn VG, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar án árangurs. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hófu svo stjórnarmyndunarviðræður á ný í lok desember.

Flokkarnir eru samtals með 32 þingmenn af 63, eða minnsta mögulega meirihluta.

Hvað gerist næst?

Búist er við að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði  kynntur í dag ásamt ráðherraskipan flokkanna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing