Auglýsing

Örskýring: Skorað á forsetann að vísa frumvarpi um úthlutun makrílkvóta í þjóðaratkvæðagreiðslu

Um hvað snýst málið?

Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á síðunni þjóðareign.is þar sem hann er hvattur til að vísa frumvarpi um úthlutun makrílkvótans í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvað er búið að gerast?

Á Kjarnanum kemur fram að frumvarpið feli í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Samkvæmt frumvarpinu verður makrílkvóta, sem skilar tugum milljarða á ári, úthlutað til útgerðarmanna í sex ár hið minnsta. Útgerðarmönnum er því í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs.

Jón Steinsson hagfræðingur sagði í grein í Fréttablaðinu þjóðina hlunnfarna um tugi milljarða árlega og að með frumvarpinu sé stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar.

Að baki undirskriftasöfnuninni standa Jón Steinsson hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Guðrún Pétursdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi, Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor, Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, hagfræðingarnir Henný Hinz og Bolli Héðinsson og Agnar K. Þorsteinsson, sérfræðingur í upplýsingatækni.

Hvað gerist næst? 

Í aðdraganda síðustu forsetakosninga sagði Ólafur Ragnar í viðtali við útvarpsþáttinn Sprengisand að það væri erfitt að hugsa sér stærra mál sem væri eðilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu en kvótamál.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing