Auglýsing

Örskýring: Skuldaleiðréttingin

Um hvað snýst málið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í dag niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu.

Hvað er búið að gerast?

Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar voru kynnt í mars og samþykkt sem lög frá Alþingi í maí.

Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun bankaskatts og afnámi á undanþágu þrotabúa gömlu bankanna frá skattinum.

Á blaðamanna­fund­in­um í Hörpu kom meðal annars fram að skuld­ir heim­il­anna muni lækka um tutt­ugu pró­sent að meðaltali og að af­skrift­in mun fara fram á rúmu ári í stað fjög­urra líkt og upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir og verður að fullu lokið í árs­byrj­un 2016 í stað árs­loka 2017.

Leiðréttingin lækkar höfuðstól íbúðalána um 150 milljarða króna á næstu 3 árum og við fullnýtingu leiðréttingar lækkar höfuðstóll íbúðalána um allt að 20%, samkvæmt tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins:

Með beinu og óbeinu framlagi ríkisins er öll verðbólga umfram 4% á árunum 2008-2009 leiðrétt til fulls. Eiginfjárstaða 56.000 heimila styrkist með beinum hætti og um 2500 heimili færast úr því að eiga ekkert eigið fé í fasteign sinni yfir í jákvæða eiginfjárstöðu.

Stjórnarandstaðan á Alþingi virðist vera sammála um að ríkisstjórnin sé ekki að forgangsraða rétt.

Hvað gerist næst?

Hver og einn getur kynnt sér niðurstöðu höfuðstólslækkunar lána sinna á leidretting.is frá og með 11. nóvember.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing