Auglýsing

Örskýring: Stjórnarmyndunarviðræðum slitið vegna þess að Viðreisn vildi ekki hækka skatta

Um hvað snýst málið?

Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar hefur verið slitið.

Hvað er búið að gerast?

Katrín fékk stjórnarmyndunarumboð í síðustu viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm voru samþykktar á sunnudag en þeim var slitið í gær.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við RÚV að hugmyndir um skattahækkanir hefðu ekki lagst vel í Viðreisn. Þá sagði hann að í ljós hefði komið að ríkisfjármálin stæðu ekki jafn vel og talið var. Þessu hafnar Bjarni Benediktsson.

Hvað gerist næst?

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er ennþá með stjórnarmyndunarumboðið.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að svo gæti farið að Alþingi verði kallað saman, þó ekki sé búið að mynda stjórn.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing