Auglýsing

Örskýring: Stóra matarinnkaupamálið

Um hvað snýst málið?

Til stendur að hækka lægra virðisaukaskattsþrepið úr sjö prósentum í tólf prósent.

Í frumvarpi fjármálaráðherra um hækkuna er gert ráð fyrir að heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu séu 465 þúsund krónur á mánuði. Þar af fari 16,2 prósent í mat og drykk. Þetta jafngildir 2.477 krónum á dag fyrir fjölskylduna — eða 619 krónum á mann. Samkvæmt frumvarpinu kostar því hver máltíð 206 krónur.

Hvað er búið að gerast?

Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir frumvarpið og telur að ráðuneytið geri ráð fyrir of lágum fjárhæðum til matarkaupa.

Í frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins er hins vegar bent á að einungis sé um að ræða kaup á mat- og drykkjarvöru úr dagvöruverslunum, ekki kaup á þjónustu veitinga- og kaffihúsa eða mötuneyta:

Á þetta þarf að horfa þegar verið er að bera saman tölur Hagstofunnar og ráðuneytisins þar sem í tölum Hagstofunnar virðist sem veitingasölu og mötuneytum hafi verið bætt við matvælaflokkinn gagnstætt því sem ráðuneytið gerir.

Þá bendir ráðuneytið á að hvergi í frumvarpinu sé það forsenda fyrir niðurstöðum þess að ákveðinni upphæð sé varið til matarinnkaupa. Dæmi eru dregin upp til að gefa mynd af áhrifum breytinganna á ráðstöfunartekjur.

Hvað gerist næst?

Fylgjast má með framgangi frumvarpsins hér. Fyrstu umræðu á Alþingi er lokið og nú er fjallað um það í efnahags- og viðskiptanefnd.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um flókin mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú vilt að við örskýrum fleiri mál.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing