Um hvað snýst málið?
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til á fundi borgarráðs að sundmiði fullorðinna hækki úr 650 í 900 krónur frá og með 1. nóvember. Tillagan var samþykkt en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Hvað er búið að gerast?
Í tillögunni kemur fram að fjölmiðakort og afslættir haldist óbreyttir. Hrafn Jónsson samfélagsrýnir bendir á að hækkunin sé einfaldlega skattur á ferðamenn þar sem önnur verð haldast óbreytt.
900 kall fyrir staka sundferð en fjölmiða og árskort haldast óbreytt. Basically túristaskattur. Sem ég er all for. Strætó mætti gera eins.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 9, 2015
Hækkunin er hluti af aðgerðaráætlun Reykjavíkurbirgar í fjármálum. Rúmlega þriggja milljarða króna halli var á rekstri A-hluta borgarsjóðs á fyrri hluta ársins, sem er 1,2 milljarði verri niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Hvað gerist næst?
Búast má við frekari hækkunum á einskiptisgjöldum þar sem tillagan felur í sér að verðið hækki í áföngum.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.