Um hvað snýst málið?
Innanríkisráðuneytið hefur staðfest hverjir eru í framboði til forseta Íslands í sumar. Níu manns skiluðu inn löglegu framboði.
Hvað er búið að gerast?
Forsetaframbjóðendur eru:
- Andri Snær Magnason rithöfundur.
- Ástþór Magnússon athafnamaður.
- Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
- Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur.
- Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.
- Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur.
- Halla Tómasdóttir athafnakona.
- Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur.
- Sturla Jónsson vörubílstjóri.
Hvað gerist næst?
Kosningarnar fara fram þann 25. júní en þegar er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.