Um hvað snýst málið?
Blaðamaðurinn Jóhann Páll hefur sagt upp störfum hjá DV. Jóhann Páll og Jón Bjarki Magnússon, félagi hans á DV, fengu blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun um lekamálið snemma á síðasta ári.
Hvað er búið að gerast?
Í færslu á Facebook segir Jóhann Páll að fjársterk öfl í íslensku samfélagi hatist við frjálsa fjölmiðlun og hamist gegn henni á öllum vígstöðvum. „Yfirtakan á DV er ein ljótasta birtingarmynd þess. Sá hlær best sem á spilltustu vinina.“
Jóhann Páll segir í færslunni að hann geti ekki geta hugsað sér að vinna á fjölmiðli þar sem:
– framkvæmdastjóri og eigandi láta skjöl innan af ritstjórninni berast til auðmanns úti í bæ, sama auðmanns og keypti hlut í blaðinu til að kæfa óþægilega umfjöllun um sjálfan sig.
Þarna á Jóhann við Sigurð Kára Ragnarsson framkvæmdastjóra, Sigurð G. Guðjónsson hluthafa og Björn Leifsson í World Class. Bók Reynis Traustasonar var lekið til Björns, eftir að bókin barst á ritstjórn DV fyrir mistök. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann í Harmageddon í morgun.
– blaðamenn sem dirfast að spyrja spurninga um eignarhald DV og ásetning nýrra eigenda eru látnir fjúka.
Þarna á Jóhann við að blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal var látinn fjúka eftir að vangaveltur um eignarhald DV á Facebook.
Meira?
Tilkynningu Jóhanns Páls má lesa hér.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.