Um hvað snýst málið?
Bandarískur alríkisdómari fyrirskipaði 3. febrúar tímabundið lögbann á tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fólst í því að banna ríkisborgurum sjö landa að koma til landsins.
Hvað er búið að gerast?
Trump skrifaði undir tilskipun sem kom í veg fyrir að íbúar Íran, Súdan, Sýrlands, Írak, Líbíu, Sómalíu og Jemen gætu komið til landsins í 120 daga.
Múslimar eru í meirihluta í löndunum og Trump lítur á íbúa þeirra sem ógn við Bandaríkin.
Talið er að tilskipunin hafi þegar haft áhrif á ferðir um 60 þúsund manns. Margir hafa höfðað mál vegna ferðabannsins og mótmælt hefur verið á flugvöllum í Bandaríkjunum.
Bob Ferguson, ríkissaksóknari Washington, kærði tilskipun Trumps og ákvað dómarinn James Robart að setja lögbann á hana á meðan kæran verður tekin til skoðunar.
Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hefur fram að dómsmálaráðuneytið ætli að fara fram á frestun úrskurðar dómarans.
Hvað gerist næst?
Kæra ríkissaksóknarans verður tekin til meðferðar.
Eins og staðan er núna hefur hver sem hefur gilda vegabréfsáritun á rétt að koma til Bandaríkjanna, líka þau sem koma frá löndunum sjö.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.