Auglýsing

Örskýring: Um hvað snýst þetta mál sem tengist forseta Hæstaréttar og hvað gerði hann rangt?

Um hvað snýst málið?

Í umfjöllun Kastljóss um Markús Sigurbjörnsson, forseta Hæstaréttar og dómara við réttinn, kom fram að hann hafi verið umsvifamikill fjárfestir fyrir hrun, átt hlutabréf í Glitni og síðar dæmt í málum tengdum bankanum.

Hvað er búið að gerast?

Helstu atriði málsins eru eftirfarandi:

  • Hann átti hlutabréf fyrir tugi milljóna í Glitni sem hann seldi með 30 milljóna króna hagnaði árið 2007. Hann fjárfesti 60 milljónir króna í gegnum einkabankaþjónustu Glitnis og leysti peningana út rétt fyrir hrun.
  • Dómarar eiga að upplýsa um hlutabréfaeign sína til sérstakrar nefndar um dómarastörf en Markús virðist ekki hafa gert það.
  • Hann hefur dæmt í nokkrum málum sem tengjast Glitni frá hruni þrátt fyrir að hafa átt hlut í bankanum en í samtali við Kastljós sagðist hann ekki telja sig vanæfan í málum bankans eða starfsmanna hans.
  • Dæmi eru um að héraðsdómar hafi verið ómerktir af þeirri ástæðu að dómarar hafi þótt vanhæfir til að dæma í þeim málum.

Hvað gerist næst?

Búast má við að verða gerðar kröfur um endurupptöku fjölmargra mála sem tengjast hruninu, vegna meints vanhæfis Markúsar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing