Um hvað snýst málið?
Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar þegar ársfundur flokksins verður haldinn í september. Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksformaður flokksins.
Hvað er búið að gerast?
Heiða Kristín Helgadóttir, ein af stofnendum Bjartrar framtíðar, gagnrýndi forystu flokksins í viðtali á Kjarnanum.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er á leiðinni í fæðingarorlof. Heiða er varaþingmaður hennar en hún lýsti yfir að hún tæki ekki sæti á þingi að svo stöddu.
Heiða lýsti svo yfir í Vikulokunum á RÚV að hún treysti sér til að vera formaður flokksins.
Guðmundur Steingrímsson sagðist ekki hafa á formannsslag og sagðist ætla að tala fyrir tillögu um að láta embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks.
Eftir að Guðmundur og Róbert sögðust ætla að stíga til hliðar sagðist Heiða Kristín ætla að taka sæti Bjartar Ólafsdóttur þegar hún fer í fæðingarorlof. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram sem formaður.
Hvað gerist næst?
Nýr formaður Bjartrar framtíðar verður kjörinn á ársfundi Bjartrar framtíðar 5. september. Þá verður tillagan um að láta rótera embættum tekin fyrir.
Þingflokkurinn kýs sér nýjan þingflokksformann þegar Alþingi kemur saman.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.