Auglýsing

Örskýring: Vilja leggja niður mannanafnanefnd

Um hvað snýst málið?

Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanöfn. Manna­nafna­nefnd verður lögð niður og for­eldr­um gefið fullt frelsi til þess að ákveða nöfn barna sinna verði frum­varpið samþykkt. Þá verður heim­ilt að taka upp ný ætt­ar­nöfn.

Hvað er búið að gerast?

Frumvarpið var fyrst lagt fram haustið 2013 en er nú lagt fram aftur með töluverðum breytingum.

Í greinargerð frumvarpsins segir að meginmarkmið þess sé „að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt“.

Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir í samtali við Kjarnann, að frumvarpið sé mikilvægt skref í átt að því að eyða afturhaldssemi og höftum í íslensku samfélagi:

Hafi einhver áhyggjur af því að Satönum Stalínsonum muni fjölga verulega má leiða líkur að því að vandi foreldra sem vilja skíra börn sín slíkum nöfnum sé meiri en svo að Árnastofun eigi að koma þar að máli. Barnalög og barnaverndunaryfirvöld eru mun betur til þess fallin og geta brugðist við.

Hvað gerist næst?

Hér má fylgjast með ferli málsins á vef Alþingis.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing