Um hvað snýst málið?
Í vikunni hóf afmarkaður hópur fólks í Bandaríkjunum að brenna Nike-skó og annan fatnað merktum fyrirtækinu. Þetta gerði fólk til að afneita Colin Kaepernick, nýjasta andliti „Just Do It“-herferðar Nike. Auglýsinguna má sjá hér.
Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO
— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018
Hvað er búið að gerast?
Colin Kaepernick lék amerískan fótbolta í NFL-deildinni með San Francisco 49ers. Árið 2016 hóf hann að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leiki liðsins til að mótmæla kynþáttafordómum í Bandaríkjunum með sérstakri áherslu á lögregluofbeldi. „Ég ætla ekki að standa og vera stoltur af fána lands sem kúgar þeldökkt og litað fólk,“ sagði hann í kjölfarið.
Í kjölfarið fylgdu fleiri leikmenn í NFL-deildinni og fleiri íþróttum fordæmi Kaepernick og vöktu mótmælin heimsathygli. Hann fékk stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars frá hermönnum og lögreglumönnum.
Mótmælin voru einnig umdeild og fannst mörgum Kaepernick vera að sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Einn af þeim sem hefur gagnrýnt Kaepernick harðlega er Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann birti þetta tíst í kjölfarið á herferð Nike.
Just like the NFL, whose ratings have gone WAY DOWN, Nike is getting absolutely killed with anger and boycotts. I wonder if they had any idea that it would be this way? As far as the NFL is concerned, I just find it hard to watch, and always will, until they stand for the FLAG!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Svo virðist sem þau sem brenna Nike-fatnað sé aðallega stuðningsfólk Trump, sem telur að Kaepernick hafa sýnt Bandaríkjunum vanvirðingu með aðgerðum sínum.
First the @NFL forces me to choose between my favorite sport and my country. I chose country. Then @Nike forces me to choose between my favorite shoes and my country. Since when did the American Flag and the National Anthem become offensive? pic.twitter.com/4CVQdTHUH4
— Sean Clancy (@sclancy79) September 3, 2018
Hvað gerist næst?
Kaepernick telur að NFL-deildin sé að útiloka sig vegna mótmæla sinna en hann er ekki í neinu liði sem stendur. Hann hefur kært deildina og verður málið tekið fyrir á næstunni.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.