Auglýsing

15 málshættir sem foreldrar skilja og tengja við

Hefur þú lent í því að geta ekki útskýrt framandi, villandi eða verulega langsóttan málshátt fyrir barninu þínu? Hér eru nokkrir málshættir sem foreldrar skilja.

#1 Margur heldur minn síma sinn

#2 Á rútínu þrífast börnin best

#3 Sjaldan er ein flensan stök

#4 Margur verður af börnum afi

#5 Margur er smár þó hann haldi að hann sé stór

#6 Það læra börnin sem þau finna á YouTube

#7 Sælli er löng sturta en samvera með börnum í sykurfalli

#8 Oft veltir lítil þúfa litlum rassi

#9 Aldrei er góð flík of sjaldan þvegin

#10 Sælli er svefn en vaka, nema ef einhver er að baka

#11 Hver er sinnar sælu smiður

#12 Betri er eitt barn í fýlu en tvö að rífast

#13 Aldurinn gerir græjurnar dýrari og mömmur minna mikilvægar

#14 Betri er bók en Breezer

#15 Sjaldan fellur fjarstýring langt frá sófanum

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing