Auglýsing

5 frábær ráð fyrir foreldra sem vilja að börnin lesi í sumar

Það er hætt við því á sumrin að krakkarnir steingleymi öllu sem hamrað hefur verið á veturinn á undan í skólanum. Kennarar tala oft um að lestrarhæfileikar dvíni yfir sumartímann og fyrstu vikurnar í skólanum fari í hreina og klára upprifjun. Sem er skondið því á sumrin er það gjarnan fullorðna fólkið sem nýtur þess að kíkja í bók, lesið á ströndinni, í útilegunni, uppi í sumarbústað, uppi á fjalli o.s.frv. En það gleymist oft að taka krakkana með í sumarlestrargleðina. Kannski er það vegna þess að mörg börn tengja lestur frekar við heimavinnu en skemmtun?

Hér koma nokkur ráð um hvernig gera má sumarlesturinn að hreinni og klárri skemmtun, ekki síður fyrir foreldrana en krakkana:

1. Bættu við áheyranda

Stundum getur verið gaman að lesa upphátt fyrir einhvern. Bjóddu barninu þínu að lesa fyrir þig, eða gæludýrið, systkini, eða bara uppáhalds dúkkuna eða bangsann.

2. Startaðu bókaklúbbi

Bjóddu bekkjarfélögum barnsins að vera með í bókaklúbbi. Þegar klúbburinn hittist mætti hugsa sér að bjóða upp á þematengdar veitingar eða bjóða krökkunum að koma klædd sem persóna úr bókinni.

3. Tengdu bók og kvikmynd

Fyrst lesið þið bókina og svo er horft á bíómyndina. Svo má ræða saman hvor hafi verið betri, bókin eða kvikmyndin og spjalla um það sem var ólíkt. Var söguhetjan eins í kvikmyndinni og þið sáuð fyrir ykkur meðan á lestrinum stóð?

4. Haldið lestrardagbók

Skráið sumarlesturinn í fallega bók sem barnið getur myndskreytt eða skrifað um í bókina. Hver skráð bók gefur stjörnu sem síðan er verðlaunað fyrir með skemmtilegum hætti, t.d. ferð á bókasafnið, samverustund, límmiða, sápukúlum eða nýrri bók; hverju því sem barnið fílar það sumarið.

5. Skrifið höfundinum

Þegar búið er að lesa bók þætti barninu eflaust stórmerkilegt að fá að skrifa höfundinum bréf, kannski hvíla spurningar á ykkur eftir lesturinn sem gaman væri að ræða við höfundinn. Það er auðvelt að hafa uppi á íslenskum höfundum og jafnvel má leita á náðir útgefenda bókanna um hvernig hægt er að komast í samband við erlenda höfunda. Ekki gleyma að taka afrit af bréfinu, það er rakið að geyma það í lestrardagbókinni, sérstaklega ef höfundurinn svarar.

Hafið það gott með bókunum í sumar

Við erum líka á Facebook!
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing