Síðasta vika var sú aðsóknarmesta í rúmlega þriggja mánaða sögu Nútímans. Einstakir notendur voru um 70 þúsund og þakklæti okkar er svo mikið að við þurfum að mæla það í tonnum.
Nútíminn fór í loftið mánudaginn 25. ágúst og síðan þá hefur fjöldi notenda aukist stöðugt. Síðasta vika var sú besta sem við höfum séð en einstakir notendur voru um 70 þúsund. Nútíminn hafði tvisvar áður rofið 60 þúsund notendamúrinn þannig að síðasta vika var einstaklega góð.
Notendafjöldi Nútímans hefur þó haldist nokkuð stöðugur frá upphafi og aukist hægt og rólega á þessum rúmu þremur mánuðum sem vefurinn hefur verið í loftinu.
Á nýju ári verður Nútíminn ennþá betri og skemmtilegri. Við ætlum meðal annars að byrja að bjóða upp á hlaðvarp — en meira um það síðar.
Við viljum nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur. Án fólksins sem les fréttir Nútímans væri enginn Nútími. Þið eruð frábær!
Munið að elta Nútímann á Twitter og auðvitað á Facebook. Þið viljið ekki missa af neinu.
Rokk og ról!