Hættum þessu viskubiti yfir símunum. Jú, kannski störum við og skrollum allt of mikið en það verður að ekki hjá því komist að viðurkenna að snjallsímar eru snilld – og frábær uppfinning fyrir multi-tasking-fólk eins og foreldra. Tékkið á þessum notkunarmöguleikum:
1. Síminn er minniskuppur
Sparaðu harða drifið í hausnum á þér með því að nota heldur símann til þess að muna allt mögulegt. Til dæmis hvar þú leggur bílnum þínum í Leifsstöð – smelltu mynd af starfrófsskiltinu og þá þarftu ekki að vafra um planið örvita af þreytu og kulda þegar þú kemur heim frá Tene/Bene og manst ekki einu sinni hvað þú heitir.
2. Við innkaupin
Smelltu mynd af ísskápnum þínum áður en þú ferð í stórinnkaup. Var til tómatsósa … man það ekki, leymmér’ að tékka á myndinni.
3. Lán og ólán
Ertu alltaf að lána hluti? Smelltu mynd af vini þínum með viðkomandi lánsgrip og þá manstu hvar hann er. Og það er líklegra að vinur þinn skili hlutnum því hann veit að það eru til sönnunargögn í málinu.
4. Mikilvægar tengingar
Ef þú þarft að endurtengja eitthvað rafeindadót (borðtölvuna, sjónvarpið), smelltu þá mynd af tengingunum áður en þú rífur allt úr sambandi. Þá getur þú endurtengt með „einari“.
5. Leitaðu í skýinu
Áttu mikilvæg skjöl en hatar möppur? Taktu mynd og sendu þér í tölvupósti. Þetta er frábært að gera t.d. fyrir vegabréf (frábært að hafa númerið og gildistímann ávallt við höndina), fæðingarvottorð, samninga og skilmála sem getur verið epískt leiðinlegt að leita að. Hafðu bara tryggt að þú getir treyst geymslustaðnum.
6. Gagnleg gögn
Lestu aldrei leiðbeiningarnar? Áður en þú hendir bæklingnum skaltu taka mynd af honum – þá ertu alltaf með rétta týpunúmerið OG nákvæmar upplýsingar um hvenær þú keyptir viðkomandi vöru.
7. Sendu hljóðið
Er funky hljóð í bílnum/þvottavélinni/ryksugunni? Sendu viðgerðarfólkinu hljóðklippu – kannski geta þau bilanagreint fyrir þig, sumir eru það professional. Ef ekki þá ertu mögulega búin/n að gera þau mjög áhugasöm um þín mál – sem er alltaf gott.
8. Skýrari skilaboð
Það notar enginn talhólf lengur og stundum duga textaskilaboð ekki til. Sendu hljóðbút. Viltu að einhver skrattist heim að læra fyrir próf? Það þýðir ekki að senda slík skilaboð með einhverjum filter á Snapchat. Taktu skilaboðin upp í Voicememo-appinu og sendu sem sms eða í gegnum Facebook. Það hverfur ekki þaðan og það er minni hætta á því að nokkuð misskiljist.
Ert þú á Facebook? Við líka!
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.