Hafið þið pælt í því af hverju við grátum? Þá meina ég af hverju það kemur vatn út úr augunum á okkur – af gleði, sorg, vanlíðan eða þreytu. Við erum eina spendýrið sem hagar sér þannig. Hér er fróðleikur fyrir ykkur gráttengd efni.
#1. Grátur eflir tengsl og bjargar samböndum … eða sumir halda það
Vísindamenn hafa gert því skóna að grátur hafi þróast til þess að gefa til kynna vanlíðan eða hættu, án þess að viðkomandi þurfi að gefa frá sér hljóð. Sumir halda því fram að grátur sé leið til þess að kalla eftir stuðningi frá öðrum. Börn gráti til þess að fá athygli foreldra sinna, en grátur fullorðinna vekur til dæmis upp tilfinningar samkenndar eða samviskubits. Á þann veg gæti grátur hafa þróast til þess að efla tengsl fólks, eða bjarga samböndum þess – því að er erfitt að rífast við eða refsa þeim sem grætur.
#2. Þú færð betri sýn á hlutina
Tárin eru ekki bara tilfinningatól, þau skola á þér augun og veita raka – úr vatni, olíum og slími – til að viðhalda góðri sjón. Jafnvel þegar þú ert ekki að gráta eru tár, sumsé bleyta, að hreinsa í þér augun. Þannig má segja að tárin hjálpi þér að fá betri sýn á hlutina.
#3. Tár eru eins og munnvatn
Tár eru efnafræðilega samsett eins og munnvatn. Samt finnist flestum munnvatn miklu ógeðfelldara en tár. Meðal innihaldsefna táranna eru prótein, salt og hormónar.
#4. Þreyta er faktor
Fólk er líklegra til þess að gráta á kvöldin, því þegar við erum þreytt eigum við erfiðar með að díla við tilfinningar og halda þeim í skefjum.
#5. Konur á Vesturlöndum og þeirra vandamál
Konur gráta meira en karlar. Og konur á Vesturlöndum gráta meira en konur í þróunarríkjum. Það er búið að rannsaka það.
#6. Hamingjan er hægra megin
Ef við grátum af gleði kemur fyrsta tárið úr hægra auganu en ef við grátum vegna þess að við erum döpur eða leið kemur fyrsta tárið úr vinstra auganu. Skrýtið?
#7. Móðir náttúra er mögnuð
Við erum forrituð til þess að bregðast sterkt við barnsgráti. Náttúran er með plan, gráthljóð smábarna er nær ómögulegt að hunsa.
#8. Grátur eru tungumál
Foreldrar eru einkar næmir á grát sinna eigin barna og þekkja hann frá gráthljóðum annarra barna. Þetta á bæði við um mæður og feður, ef feðurnir verja miklum tíma með börnum sínum.
#9. Stigveldi gráts
Grátur er af ýmsu tagi og stigum. Flokka mætti grát í sex stig eftir alvarleika hans, umfangi og hávaða í snökt ▷ kjökur▷ vol▷ skælur▷ grenj▷ org▷ og efsta stigið „hágrát“. Það getur reynst dýrmætt fyrir foreldra að þekkja á hvaða grátstigi barnið þeirra er til að sýna viðeigandi viðbrögð. Því ekki kallar allur grátur á sömu viðbrögð … Þá má til dæmis beita eftirfarandi samsvarandi stigveldi: huns’ ▷ viðurkennandi augnaráð ▷ dæs ▷ huggunarorð ▷ knús▷ leitun að einkennum veikinda, slysa eða andlegra marbletta▷„hvað sem virkar til að fá barnið til að hætta að gráta“.
Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.