Í liðinni viku birtust drög að aðgerðaáætlun í þágu sprota og frumkvöðla, skjal sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur sett saman. Um er að ræða samansafn af hugmyndum og leitast er eftir endurgjöf frá frumkvöðlum. Ég er startup sjomli og ætla því að renna í gegnum listann og gefa þessum hugmyndum stig, frá einu upp í fimm, eftir því hversu góð hugmyndin er. Gæði hugmyndar eru gróflega metin útfrá ávöxtun (ROI), þ.e. hversu miklu tiltekinn liður skilar sér til frumkvöðla miðað við áætlaðann kostnað fyrir ríkið. Æskilegt er að hugsa um hlutina á þeim nótum til að samband ríkis og nýsköpunar sé heilbrigt og vinsælt málefni fyrir stjórnmálafólk að taka fyrir. Sjá PDF.
Aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs um 975 m.kr. 2016
Stig: 4. Fáir eru að biðja um auknar fjárveitingar til styrkjasjóða. Það er ekki gott að ríkið sé að taka við umsóknum og velja og hafna hugmyndum sem það hefur engar forsendur til að meta. Mín upplifun er að lélegar hugmyndir lifa í öndunarvél styrkjanna af því þær „lúkka“ vel fyrir þeim sem stýra þessum sjóðum. Á heimsvísu er auðvitað góð pæling að við „frumkvöðlum“ okkur út úr ýmsum klípum, til dæmis loftslagsvandanum, og þá er gott að geta sett fjármagn í t.d. rannsóknir á nýjum orkugjöfum, en þar erum við að tala um allt annan skala á fjármögnun og mun flóknara ferli en einhver 10 blaðsíðan viðskiptaáætlun með tekjuflæði.
Umgjörð og tækifæri hópfjármögnunar skoðuð
Stig: 1. Hópfjármögnun nýtist í skapandi verkefni þar sem styrkveitingar eru dulbúnar forpantanir (Kickstarter). Það væri gott að gera þessum fjármögnunum góð lagaleg skil til að sem flestir listamenn geti fjármagnað sín verkefni með þessum hætti. En gagnvart sprotum er þetta eins og smálán. (Skil ekki afhverju allir listamenn eru ekki að nota Kickstarter …)
Þróun fjármögnunarumhverfis frumkvöðla og sprotafyrirtækja
Stig: 3. Um er að ræða vinnuhóp sem greinir helstu fasa fjármögnunar hjá sprotum og komi með tillögur á úrbótum. Let me save you some time: höftin eru mjög erfið fyrir sprota sem vaxa hratt. Besta útkoman hér er að tala við Norðurskautið sem er sá miðill sem heldur hvað best utan um fjármagnanir sprota, og koma á samstarfi við ráðuneytið. Þá sést glögglega á hvaða hraða fyrirtæki eru fjármögnuð, hverjir komast í gegnum viðskiptahraðla o.s.fv. Einnig væri vert að skoða glötuð tækifæri í kerfinu, þ.e. hvaða félög kjósa að incorperate-a erlendis vegna hafta og eru því aldrei almennilega íslensk félög þó starfsemin sé hér. Þar verður ríkissjóði af miklum skatttekjum (grunar mig).
Stefnt að því að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leggi áherslu á að fjárfesta í sjóðum
Stig: ? Ég verð að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður hérna. Sjóður að fjárfesta í öðrum sjóðum? Ok.
Kostnaður við skráningu einkahlutafélags verði sambærilegur við nágrannalönd
Stig: 9999. Music to my ears. Það er bókstaflega engin forsenda fyrir því að rukka hátt í 100.000 kr fyrir að stofna nýtt ehf.
Hægt verður að stofna frumkvöðlafélag eða einkahlutafélag alfarið í gegnum vefinn
Stig: 5. Þetta er svokallaður „no-brainer“. „Gert er ráð fyrir að skráin verði tekin í notkun á vormánuðum 2016“. ????
Einfaldari skil ársreikninga örfyrirtækja / Kostir við stofnun frumkvöðlafélaga kannaðir
Stig: 5. Ég fæ vörtur á andlitið þegar ég hugsa um bókhald, en þetta er ábyggilega einhver ristuð snilld. Fyrsta skrefið í átt að skattaafsláttum fyrir svokallaðar englafjárfestingar er að gefa félögum einhverskonar frumkvöðlastimpil. Fyrrnefnt frumkvöðlafélag gæti verið sá stimpill. Sjá EIS kerfið í Bretlandi. Um er að ræða félög sem þurfa ekkert stofnfé, og það er auðvitað bara cherry on top. Því minna umstang í kringum stofnun félaga því betra, við viljum bara að þetta sé aukaatriði á fyrstu mánuðunum, ekki einhver þröskuldur til að yfirstíga. Margar hugmyndir byrja með fikti. Styðjum þær!
Stoðkerfi atvinnulífs verður endurskoðað til einföldunar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki / Innleiðing reglubundins árangursmats á opinberum stuðningi við nýsköpun og þróunarstarf
Stig: ? Ég skildi eiginlega ekkert af þessu. Hljómar eins og einhver extra skriffinska til að ráðuneytin geti klappað sér á bakið með 6 mán millibili, but I could be wrong. Orðið „einfalda“ er mjög flott, en orðin „reglubundið árangursmat“ hljómar eins og eitthvað sem ríkið er í eðli sínu vanhæft um að gera.
Starfrækt verður samræmd upplýsinga- og styrkjagátt
Stig: 1. Grunar að þetta verði sett í útboð sem eitt af þessu siðlausu „Ríkið kann ekki að skipta um IT partner“-fyrirtækjum fær og byrjar svo að senda reikninga fyrir viðhaldi í mörg ár. Betra að sleppa svona upplýsingagáttum. Facebook síða og málið er dautt.
Markvisst átak til eflingar nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum
Stig: 1. Ef erlend og innlend samkeppni fær fyrirtæki ekki til að innovate-a þá er póstkort með peppi frá Atvinnuvegaráðuneytinu ekki að fara að gera það. Um er að ræða einhverja invite-only keppni þar sem incumbent fyrirtæki fá „sérfræðinga“ frá ríkinu. Ef þú vinnur keppnina mun ríkið greiða fyrir þessa sérfræðinga. [????] Ég skal taka Almar í Kassa ef það kemur eitthvað kúl út úr þessu.
Starfræktur verður samráðshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra til að bæta starfsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja
Stig: 3. Um er að ræða eitthvað dream team af startup fólki sem getur gefið skoðanir sínar á áætlunum og aðgerðum ráðuneytisins. Cool and the gang segi ég.
Stuðningur við alþjóðlega sókn framúrskarandi sprotafyrirtækja
Stig: 1. Þetta er svona klassísk hugmynd sem hljómar vel á pappír. Pælingin er að sjóðir erlendis geti ráðfært sig við einhvern up to date lista af flottustu sprotunum hérna heima til að keyra í gang næsta evru-einhyrninginn. Þar að auki get ég ekki betur séð en að stofnendur þessara fyrirtækja fái einhverja flugmiða á ráðstefnur á háhita svæðum frumkvöðlaheimsins. Þarna er aftur á ferðinni sá grundvallarmisskilningur að ríkið hafi eitthvað innsæi í það hvaða fyrirtæki eru vænleg til árangurs og hvaða fyrirtæki eru það ekki.
Þjálfun fyrir sprotafyrirtæki í vexti sem stefna á alþjóðlega sókn
Stig: 1. Námskeið í sölu og markaðsstarfi. Annað tilfelli af „just get out of the way“. Svona þekking er út. Um. Allt. Á netinu. Ef fólk ber sig ekki eftir björginni þar er eitthvað ríkisnámskeið ekki að fara að breyta neinu. I could be wrong!
Betri og einfaldari þjónusta við umsækjendur í erlenda samkeppnissjóði
Stig: 2. Skil ekki alveg pælinguna, en nóg til að fíla hana ekki alveg.
Samstarfsverkefni um greiningu og gerð hraðvaxtarstefnu
Stig ? Skil ekkert. Finnst þetta lykta soldið af „ef við setjum okkur bara stefnu, þá gerist eitthvað“.
Unnin verður samanburður á stoðkerfi norrænna frumkvöðla og sprotafyrirtækja
Stig: 3. Samanburður við Norðurlönd. Afhverju ekki fara víðar? T.a.m. til Bretlands, Ísrael og Þýskalands. Bleiki fíllinn: Höftin. Samanburðurinn byrjar og endar soldið þar þangað til við losum þau.
Kortlagning á tækifærum internetsins og nýrrar tækni í íslensku atvinnulífi
Stig: 1. Hér er pælingin að pinga gömul fyrirtæki og hvetja þau til að uppfæra sína starfsferla og „hagnýta stafræna tækni“. Í fyrsta lagi: kannski byrja á sjálfum sér? Ríkið er með ótal ferla sem eru ennþá mjög 90’s, slitróttir og óaðgengilegir gagnagrunnar o.fl., oft á tíðum hlutir sem gætu greitt götur fyrir flott startup. Í öðru lagi þá vinnur þetta einfaldlega gegn sprotum sem eiga betri möguleika ef gömlu fyrirtækin eru nægilega gamaldags.
Ráðstefna/uppsprettuvettvangur hugmynda og hvatning til nýsköpunar / Árlegur frumkvöðla- og sprotaviðburður iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Stig: 1. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætlar að vera með ráðstefnu fyrir frumkvöðla. Mér finnst svona ráðstefnurúnk á vegum ríkisins vera elítismi. Frekar kýs ég að fá sem flesta valdhafa á Twitter og vera þar virk til að hægt sé að koma samræðum af stað. Ráðstefnur eru góður vettvangur til að mynda óvænt tengsl við geirann, ekki til að „spjalla við ráðherra“.
Tækniyfirfærsluskrifstofa fyrir Ísland
Stig: 1. Eins og ég skil þetta, er verið að tala um vettvang þar sem rannsóknarsamfélagið fær að heyra hvað það er að skíta mikið á sig að vera ekki að nota ferla x og vöru y. Úr verða viðskipti. Þarf ríkið að standa í þessu?
Nýsköpunarkeppni um framúrskarandi lausnir innan velferðarþjónustunnar
Stig: 1. Aftur vill ríkið vera í því hlutverki að tengja saman framboð og eftirspurn á nýjum lausnum. Þetta er svona rauði þráðurinn í þessum tillögum, og vel við hæfi að enda á þessari undarlegu uppástungu.
Viðauki
Þetta er frábær breyting sem minnkar mjög óvissu fyrir starfsmenn sprotafyrirtækja. Bravó að kýla þetta í gegn!
Jökull birti pistilinn fyrst á Facebook þar sem áhugaverð umræða fer fram.