Auglýsing

Besta vikan hingað til

Síðasta vika var sú aðsóknarmesta í sögu Nútímans sem verður þriggja mánaða á morgun. Einstakir notendur voru rúmlega 60 þúsund og tilfinningum þess sem þetta skrifar verður ekki lýst öðruvísi en svona:

Í alvöru: Takk!

Vikan var frábær. Fréttin um það sem Hugleikur sagði um Julian Blanc var mikið lesin, matseðillinn í mötuneyti Plain Vanilla vakti sömuleiðis mikla athygli eins og vinnustaðarstríð Loga Bergmann og Sigríðar Elvu.

En auðvitað bar ein frétt höfuð og herðar yfir aðrar. Nútíminn var fyrstur með fréttina um afsögn Hönnu Birnu og lesendur þökkuðu fyrir sig með nýju meti.

Þrátt fyrir að Nútíminn sé pínkulítill fjölmiðill þá er mikil vinna að halda honum úti. Það er hins vegar bæði auðvelt og skemmtilegt á meðan þið haldið áfram að lesa. Án ykkar væri þetta allt mjög vandræðlegt.

Takk fyrir lesturinn, gott fólk og allar ábendingarnar. Kann að meta þetta allt.

Já, og svo er ýmislegt á döfinni hjá Nútímanum. Meira um það síðar.

Stuðkveðjur!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing