Auglýsing

Bólfélaginn

Svo virðist sem æ fleiri taki snjallsímann með sér í rúmmið á kvöldin, ekki eingöngu til þess að nota sem vekjaraklukku. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal Organizational Behavior and Human Decision Processes hefur þessi notkun áhrif á afköst morgundagsins. Niðurstaða könnunarinnar er sú að þeir sem nota símann sinn eftir klukkan 21 á kvöldin eru líklegri til að sofa minna eða verr og þ.a.l. hefur notkunin neikvæð áhrif á afköst næsta dags. Rannsakað var hvort að „mikilvægi“ morgundagsins, þ.e. mikilvægir fundir, skuldbindingar eða annað, hafi áhrif á notkun eftir klukkan 21 en í ljós kom að svo var ekki. Að sama skapi var ekki aukin notkun snjallsíma þá daga sem lítið var um mikilvægar skuldbindingar daginn eftir.

Í rannsókninni var skoðað hvort að áhrif spjaldtölva, fartölva og sjónvarps væru svipuð og kom í ljós að svo var ekki. En afhverju hefur síminn svona mikið meiri áhrif á okkur en önnur tæki? Rannsakendur halda því fram að vinnupóstar, persónulegir póstar, samkskiptaforrit og önnur öpp hafi slík tök á okkur að við eigum erfitt með að sleppa símanum sér lagi ef hann pípir eða blikkar um leið og nýjar „tilkynning“ berst. Að auki getur blikkandi ljós og píp haft truflandi áhrif á svefninn. Rannsóknin sínir svo ekki verði um villst að það er orðið erfitt fyrir marga að leggja símann frá sér og að bregðast ekki við nýjum pósti, stöðuuppfærlsu eða tísti.

Ef þú ert í þessum sporum og langar að losna undan tangarhaldi tilkynninga á annan hátt en að slökkva á símanum eða fela hann í grænmetisskúffunni þá er til lausn og hún er innbyggð í flesta síma. Ef þú vilt eiga betri nætursvefn og jafnvel verða betri starfsmaður þá getur þú skoðað hér fyrir neðan hvernig þú virkjar bannllista (e. blocking mode) / ónáðið ekki (e. do not disturb) fyrir síman þinn. Ekki láta bólfélagann skemma fyrir þér morgundaginn.

Samsung:

iPhone

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing