Er ekki alveg kominn tími til að minna á þennan andskota:
Orðflokkagreining kennd með aðferðum Ólafar Zóphaníasdóttur á Mýrum (og spyrjið mig ekki hvur í andskotanum hún er):
Nafnorð:
er orð sem hægt er að setja –djöfullinn eða –djöflarnir á eftir, t.d. pottdjöfullinn, bíldjöfullinn, kattardjöfullinn…
Lýsingarorð:
er orð sem hægt er að setja drullu- fyrir framan, t.d. drullubrjálaður, drulluskemmtilegt, drullusúrt….
Sagnorð:
er orð sem hægt er að setja „eins og andskotinn“ á eftir, t.d. drekka eins og andskotinn, hlaupa eins og andskotinn, reykja eins og andskotinn…
Hér er komin drullufín leið til að kenna eins og andskotinn, krakkadjöflunum, íslenska orðflokka.