Auglýsing

Elsku LÍN, meintur Lánasjóður íslenskra námsmanna

Ekki eru allar menntastofnanir með sama tveggja anna fyrirkomulag og HÍ/HR/HA. Þrátt fyrir áratuga reynslu af því að lána nemendum erlendis aur virðist þú ekki enn vera búinn að fatta að flestar menntastofnanir erlendis eru með próf í lok janúar og afhenda einkunnir í lok febrúar, sem gerir mér (og öllum hinum) ókleift að sýna þér námsárangur núna til þess að fá framfærslu fyrir vorönn.

Ég skil ekki að ár eftir ár, nemenda eftir nemenda, nennirðu að eyða tíma og mannafla í sömu samskiptin við þúsundir nemenda sem vantar framfærsluna sína en geta ekki fengið hana útaf ósveigjanleika í úthlutunarreglum þínum.

Ég skil ekki að þú nennir að berja höfðinu við steininn, áratugum saman í staðinn fyrir að hafa einhvers konar undanþágu á námsárangri fyrir nemendur erlendis. Hversu mikill tími og mannafli hefur farið í að svara týpum eins og mér sem reyna eftir ótrúlegustu leiðum að sýna fram á að við séum enn í námi?

„Sjáðu hér er kvittun úr fokdýru háskólakaffiteríunni, hér er mynd af mér í fyrirlestri klukkan níu á föstudegi, hér er mynd af mér að gráta yfir bókunum, hér er sæti fyrirlesarinn … PLÍS, LEYFÐU MÉR AÐ STEYPA MÉR Í SKULDIR.“

Samkvæmt vedur.is er frost í Reykjavík. Ég vona innilega að þú sért að éta eitthvað utanhúss.

Kveðja,
námsmaður í London sem á að borga skólagjöld og leigu eftir fjóra daga og hreinlega getur ekki beðið í 4-6 vikur eftir framfærslunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing