Viltu kanna siðferðiskompásinn þinn eða barnanna þinna? Hér eru nokkrar spurningar sem gott er að velta fyrir sér og ræða í kjölfar atburða síðustu daga:
- ef þú gætir orðið rosalega rík/ríkur af því að segja ekki satt, myndir þú þá gera það?
- ef þú gætir bjargað lífi einhvers með því að segja ekki satt, myndir þú gera það?
- ef þú vissir að góður vinur þinn eða vinkona hefði stolið einhverju, hvað myndir þú gera?
- á maður alltaf að vera hreinskilin/n?
- er einhvern tíma í lagi að svindla?
- hver er munurinn á því að þegja yfir leyndarmáli og hylma yfir einhverju?
- er í lagi að segja eitthvað fallegt og gott við einhvern, ef það er ekki satt?
- er í lagi að segja eitthvað ljótt og vont við einhvern, ef það er satt?
- ef margir segja það, er það þá satt?
- er í lagi að svíkjast um ef allir gera það?
Oft eru hlutirnir auðveldari í orði en á borði og þó maður viti í hjarta sér hvað er rétt og hvað rangt þá er breytnin ekki alltaf í takti við siðferðið sem við viljum hampa. Eða hvað?