Auglýsing

Ertu að leita að nafni? Það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn á skrá!

Það er gaman að pæla í mannanöfnum. Við fórum á stúfana og fundum nokkur áhugaverð, falleg, sérkennileg og skrýtin mannanöfn handa ykkur.

Fyrir drengi má benda á sjaldgæf nöfn á borð við Óma, Hamar og Haukvaldur. Hjarnar gæti verið ágætt nafn á skammdegisbarn. Ljúfur, ef skapferlið er þannig (tveir í þjóðskrá!) og Lótus kemur einnig sterkur inn. Ljúfur Lótus jafnvel? Dalvin Dúnn kannski? Það er líka í boði að heita Melrakki.

Stúlknanöfn eins og Hjalta, Mábil, Vígdögg og Liljá eru ekki mikið tekin sem stendur. Manasína og Dagmey eru einnig heldur fáséðar en fleiri heita Hugbjört, Heiðrós og Rósborg.

Þegar gluggað er í nýjustu úrskurði mannnafnanefndar má sjá að það hafa bæst við þónokkur spennandi nöfn á mannanafnaskrá. Eins og til dæmis Korri, Þrymir, Reynarð og Lalíla. Á liðnu ári fengu líka nöfnin Líó, Sæmar, Ári, List, Jóhanndína, Baui, Yngveldur, Kikka, Karma, Silfur, Tildra og Ugluspegill græna ljósið og komust á skrá yfir leyfð eiginnöfn. En þú mátt ekki heita Zar, Swanhildur eða Pollux.

Vinsælustu nöfnin nú um stundir samkvæmt Hagstofunni eru Aron, Alexander og Viktor hjá drengjunum en Emilía, Sara og Ísabella hjá stúlkum.

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing