Hundraðasti þáttur Tölvuleikjaspjallsins var gefinn út nú á dögunum en hlaðvarpið, líkt og nafnið gefur til kynna, er gefið út vikulega og grandskoðar tölvuleikjamenningu og ýmislegt tilheyrandi. Til að fagna áfanganum var þátturinn tekinn upp á myndband, en hingað til hafa þættirnir verið aðgengilegir á hljóðformi.
Hlaðvarpið hóf göngu sína í júlí árið 2020. Þáttastjórnun er í höndum Arnórs Steins Ívarssonar og Gunnars Björnssonar. Í þáttunum taka þeir fyrir umræðuefni tengd tölvuleikjamenningu, þar má nefna leikjaumsagnir, umfjallanir um íslenska og erlenda tölvuleikjaframleiðendur, viðtöl við fólk úr bransanum og kvikmyndir.
Ólíkir lögguleikir
Þátturinn var tekinn upp í myndveri Rafíþróttasamtaka Íslands sem staðsett er í Arena Gaming.
Umræðefnið var nýtt af nálinni. Arnór Steinn og Gunnar skrifuðu upp hugmynd að sínum hvorum tölvuleiknum og kynntu fyrir hinum.
Leikurinn hans Arnórs var sögudrifinn og kaflaskiptur leikur þar sem spilarinn stýrir einkaspæjara í gegnum morðrannsókn á sjötta áratug síðustu aldar. Gunnar skapaði opinheims hlutverkaleik þar sem spilarinn stýrir lögreglumanni í gegnum starfsferil í stórborg í Bandaríkjunum.
Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum og þátturinn er aðgengilegur á YouTube.