Auglýsing

Fjögur atriði sem stóðu upp úr í framboðsræðu Guðna Th. í mínum huga

Guðni Th. Jóhannesson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Framboð Guðna hefur verið verst geymda leyndarmál landsins síðustu daga en hann flutti framboðsræðu sína í Salnum í Kópavogi í dag.

Ég las ræðuna og var satt best að segja mjög hrifinn. Nokkur atriði hrifu mig meira en önnur og þau eru hér fyrir neðan.

 

1.  „Um leið á forseti að standa utan við fylkingar í samfélaginu. Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum. Forsetinn á að vera í nánum tengslum við alla landsmenn. Oft á hann að hlusta frekar en tala.“

 

2.  „Við eigum öll að stuðla að jafnrétti kynjanna, hjálpa nýjum Íslendingum að standa okkur jafnfætis í samfélaginu, hjálpa öllum sem þurfa á aðstoð að halda, leyfa öðrum að hjálpa sér sjálfir. Við eigum að standa saman, leggja okkar af mörkum til samfélagsins.“

9CXFe

 

3. „Nái ég kjöri í sumar held ég auðvitað áfram að hjóla með börnin í skóla og leikskóla.“

tumblr_inline_nm3ktrnWYr1qc8ajp

 

4. „Við þurfum ekki að monta okkur, við þurfum ekki meting, og við þurfum ekki að telja okkur öðrum betri. Þeir sem búa yfir sjálfstrausti sýna hógværð.“

lxLhfNl

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing