Auglýsing

Foreldramótsagnirnar sem allir kannast við

Allir foreldrar kannast við þessar sérkennilegu mótsagnir sem geta fylgt því að vera foreldri, að hlakka til einhvers sem svo snýst upp í algjöra andhverfu sína. Hér eru 11 mótsagnir sem geta gert okkur hálf klikkuð, allt eftir því hvenær dagsins er spurt:

#1

Að geta ekki beðið eftir því að smábarnið sofni … en fara svo að sakna þess og óska að það vakni aftur.

#2

Að hlakka til 17. júní / jólanna / öskudagsins en óska þess svo undirheitt að dagurinn líði sem allra hraðast og krakkarnir fari bara að sofa.

#3

Að hlakka til bleyjulausa lífstílsins en hata klósettþjálfun.

#4

Að láta sig dreyma um það þegar ungabarnið þitt breytist í einstakling sem þú getur spjallað við en sitja í staðinn uppi með lítinn rassálf sem spyr í sífellu „akkurru, akkurru, akkurru“.

#5

Að elska knúsin en uppgötva svo alla blettina sem knúsið skildi eftir í fötunum eftir að þú ert komin í vinnuna.

#6

Að baka fallega köku handa börnunum, en vilja í laumi að þau „skemmi“ hana ekki með því að borða hana.

#7

Að óska þess að barnið sé duglegra að leika sér en bölva svo öllu draslinu sem skapast þegar það fæst loksins til þess.

#8

Að vilja sjálfstæð börn, en samt að þau séu hlýðin og geri alltaf það sem þeim er sagt.

#9

Að bölva í hljóði yfir fimmtánda fótboltamótinu … í Sandgerði … í rigningu … kl. 8.15 á sunnudagsmorgni – en óska þess samt að barnið komist nú í landsliðið og skori úrslitamarkið í komandi Evrópumeistaramótstitli Íslands.

#10

Að vilja að makinn sé meira með börnunum, en hann/hún geri allt nákvæmlega eins í uppeldinu og þú myndir gera.

#11

Að geta ekki beðið eftir stundinni þar sem þau byrjað að segja „mamma“ og „pabbi“ til þess eins að óska þess heitast að þetta orð hafi aldrei bæst í orðaforða þeirra þegar það breytist í sífellt, hávært, mónótóníska linnulausa endurtekningu „mammamammamammamammamamma“.

Þessi lína er klassíker, nú eða „Ég keyri þennan bíl rakleitt út í skurð…“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing