Í síðustu þáttum af Vikunni með Gísla Marteini hef ég fjallað aðeins um endurgreiðslur til þingmanna vegna aksturs þeirra á eigin bílum. Þegar málið kom upp benti ég á að þingmenn væru að brjóta reglur sem þeir settu sjálfir, í næsta innslagi fór svo að draga til tíðinda og í gær fór ég yfir breytingar sem þingmenn leggja til að gera á reglum um þingfararkostnað.
Horfðu á innslagið hér fyrir ofan. Þar má meðal annars finna tillögu mína að skýrari reglum en þingmenn hafa ákveðið að gera þær skýrari, þrátt fyrir að reglurnar séu nú þegar svo skýrar að sjö mánaða gamall sonur minn ætti ekki í teljandi vandræðum með að túlka þær. Ef hann kynni að tala.
Stærsta breyting þingmanna á kjörum og starfsháttum þingmanna er eflaust sú að framvegis verða allar upplýsingar um þingfararkostnað opinberar á sérstökum vef. Upplýsingar um allar greiðslur til þingmanna verða semsagt birtar. Allar greiðslur.
Hver einasta króna … frá 1. janúar 2018. Vei.