Auglýsing

Hér er listi yfir bestu kokkaþættina frá gömlum aðdáanda Sigga Hall

Ég hélt upp á Sigga Hall þegar ég var lítill og hef haft gaman af kokkaþáttum alla mína tíð. Hér eru bestu þættirnir:

  • Ramsey’s Kitchen Nightmares UK (US er glatað). Ramsay eins og hann gerist bestur. Hreint út sagt magnaðir þættir inn á milli.
  • Gamla Jamie Oliver dótið … þar sem piparsveinn með of stóra tungu býður einhverjum lads í bjór og kjötbollur og eitthvað. Sjarmi.
  • River Cottage. Sunday roast í hunter stígvélum.
  • Mind of a Chef (Sería 1 og 2, dalaði eftir það). Þarna er ég á heimavelli.
  • Top Chef. Keppnis.
  • Good Eats. Nördinn í mér.
  • Masterchef AU. Var að komast inn í þessa bilun (sjá umfjöllun að neðan)
  • Diners, Drive-Ins and Dives. Guy Fiery er bara töffari. Fólk sem gerir grín að honum er bara ekki svangt. Ég vil sjá heimildarmynd um Guy Fiery að reyna að fá Michelin stjörnu.

Af öllu þessu held ég að fyrsta sería af Mind of a Chef sé besta sjónvarpið. Það er með allt. Fágun, sjarma, fróðleik, kennslu, ferðalög, grín, sögur og flotta matreiðslu.

Var að kynnast Masterchef AU og það er alveg ótrúleg matreiðsla í gangi þar. Gallinn (eða kosturinn) við MCAU er hinsvegar að hver sería er yfir 60 klukkustundir af sjónvarpi, sem er bara bilun. Kannski er klukkustund ekki eins lengi að líða í Ástralíu, þarf að kanna það.

Netflix hefur framleitt eitthvað af fínum þáttum sem hafa fengið mikla athygli (of mikla?). Komast ekki á þennan lista vegna þess að þetta er of mikið production og of lítið innihald. Verið að upphefja hlutina of mikið. Anthony Bourdain hefur svo verið með svona travel slash food þætti sem heita Parts Unknown og er vel þess virði að checka á, eru líka á Netflix. Komast heldur ekki á lista vegna þess að gamlir punkarar eru eitthvað off. Rokkið er dautt, og svona öskurkokkar eru líka orðnir þreyttir.

Svo þarf að tala um Tastemade á Snapchat og Tasty frá Buzzfeed. Hvort um sig skemmtilegt snakk. Tastemade í SC hefur dalað mikið, byrjaði með látum þegar Discover fídusinn var kynntur, ný uppskrift á hverjum degi frá fjölbreyttu úrvali sjónvarpskokka af nýrri kynslóð. Tasty frá Buzzfeed er alveg sér kapitúli útaf fyrir sig.

BONUS: Ef þú hefur ekki séð Jiro Dreams of Sushi geturðu sett það alveg í efsta sæti og byrjað á því.

Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu Jökuls og er birtur á Nútímanum með leyfi hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing