Auglýsing

Hér höfum við tíu verstu jólalög Íslandssögunnar: „Var 9 ára gamall og heyrði strax að þarna var komið versta jólalag sögunnar“

Nú þegar aðeins rúmur mánuður er til jóla eru jólalög farin að heyrast á útvarpsstöðvum, fólki til mismikillar gleði. Jólalögin eru misjöfn eins og þau eru mörg og óhætt að segja að of margir hafi reynt fyrir sér í jólalagasmíðum.

Í þessum pistli ætla ég að taka saman þau tíu jólalög sem ég, persónulega, mæli með að allir forðist. Ég læt lögin fylgja með en eins og ég sagði þá mæli ég alls ekki með hlustun. Gleðileg jól.

10. Jólahjól – Sniglabandið

Þetta lag er spilað á sirka 15 mínútna fresti allan desember, lagið fjallar um mótorhjól.

9. 12 dagar jóla – Spírabræður 

Ég geri mér grein fyrir því að þetta er grín en ég hlustaði á lagið út í gegn og brosti aldrei.

8. Alveg dagsatt – Dengsi og Hemmi Gunn

Hemmi Gunn var mikill meistari en þetta er hryllilegt lag.

7. Nei Nei ekki um jólin – HLH flokkurinn

Rosalega vont lag…

6. Skrámur skrifar jólasveininum — Skrámur

Það er ekki séns að þú náir að klára þetta lag, því miður.

5. Jingle Bells – Anna Mjöll

Anna tekur hér klassíska jólalagið Jingle Bells og færir það yfir í suðrænan djass, útkoman hræðileg.

4. Hinsegin jólatré – Bogomil Font

Þetta er svo vont lag að ég vil helst ekki tala um það.

Hér má hlusta á lagið

3. Ó helga nótt – Hvanndalsbræður

Þetta er fallegt lag sem meistararnir í Hvanndalsbræðrum ákváðu að RÚSTA.

2. Röðin – Bubbi

Bubbi skellti þarna í jólalag um fátækt og eymd á Íslandi, rétt eftir hrun. Útkoman, eitt versta lag sem ég hef heyrt.

1. Sleðasöngurinn – Brooklyn Fæv

Þetta lag kom út árið 1998 og það er svo vont að ég man hvar ég var þegar ég heyrði það fyrst. Ég var 9 ára gamall og heyrði strax að þarna var komið versta jólalag sögunnar.

 

– Listinn var fyrst birtur á vefmiðlinum Kaffið.is árið 2016

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing