Auglýsing

Hið ljúfa nei – algjört lykilorð í uppeldinu

Að búa með kröfuhörðu barni getur reynt á þolrifin og staðfestuna. Því hef ég hér tekið saman lista yfir 50 gagnleg „nei“ sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það getur komið sér vel að eiga nokkur slík upp í erminni. Njótið og notið að vild.

#1. Nei, ekki núna.

#2. Nei, vinur / vina

#3. Ekki að ræða það

#4. Neibb

#5. Nei-nei-nei-nei-nei

#6. Nei, ég get það ekki

#7. Nei, en getur þú gert það?

#8. Ég skal hugsa málið … eh, nei.

#9. Svarið er neikvætt

#10. Nei, en takk fyrir að spyrja

#11. Það hljómar svo vel, en nei

#12. Nei takk

#13. Nei, það hentar mér ekki

#14. Nei, þetta mun ekki gerast í dag

#15. Núbsídeisí

#16. Mér þykir það leitt, en nei

#17. Ég segi nei

#18. Líklegast ekki nei

#19. Nei, ég get ekki hjálpað þér með það

#20. Nei, og ég ræð því

#21. Nei og það þýðir ekki að spyrja pabba/ömmu/e-n annan, ég er búin að ræða við þau

#22. Nei ekki í bráð

#23. Nei og líka nei á morgun og hinn

#24. Nei það kemur ekki til greina

#25. Nei sko

#26. Þú spyrð svo fallega, en það gengur ekki því miður

#27. Núna verð ég að segja nei

#28. Ég veit að þér finnst þetta mikilvægt en svarið er samt nei

#29. Náttúrulegt nei

#30. Ég hef einmitt velt því fyrir mér og ég er alls ekki sammála

#31. Nei-lestin var að bruna framhjá

#32. Þú færð bara nei hérna megin

#33. Aldeilis ekki

#34. Þriggja stafa orð sem byrjar á N

#35. Nei, nei ekki um jólin

#36. Nei, því get ég ekki svarað

#37. Nei, ég held ekki

#38. Nei, nú er nóg komið

#39. Það er algjört no-no

#40. Ekki séns

#41. Það er þvert nei

#42. Viltu tvöfalt nei eða þrefalt?

#43. Nei-hey

#44. [á innsoginu] Nnnnnnei

#45. Ekki smuga

#46. Spurðu mig frekar á morgun

#47. Þó ég fegin vildi

#48. Mitt svar er nei

#49. Ég veit þú trúir því ekki, en nei

#50. Nei

Suma daga fer ég sparlega með nei-in mín. Aðra daga sáldra ég þeim um allt eins og glimmeri á Gaypride. Nei getur verið mjög persónulegt orð og það þarf alls ekkert alltaf að vera neikvætt. Hið ljúfa nei finnst mér afar mikilvægt í uppeldinu, þó mig gruni nú að dætur mínar þoli það illa. Sú eldri er farin að nota það miskunnarlaust gegn mér og það fyllir mig ákveðnu stolti (og óþoli) hvað hún hefur masterað það fljótt. Svo segi ég líka oft já.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing