Auglýsing

Hreinskilin þakkarræða frá mögulegri móður ársins ????

[kliður í sal]

Kynnir: Við höldum áfram með fjölskylduverðlaunin 2016. Hér rétt á eftir veitum við verðlaun fyrir besta frænda í aukahlutverki en nú er komið að flokknum sem allir hafa beðið eftir: móður ársins!

Og verðlaunin að þessu sinni hlýtur [random nafn móður] ….

[geysileg fagnaðarlæti]

Móðir ársins: Vá! Takk fyrir. Mig hefur dreymt um þennan dag – ég verð að viðurkenna að ég hélt ekki að hann rynni upp og flesta daga er svo fjarri því að mér líði eins og móður ársins en hingað er ég komin. Og vá, maður. Ég er búin að æfa ræðuna, því eins og þið vitið þá eru mömmur við öllu búnar. Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þeim sko. Og jú, fyrst ég er komin með styttuna og er með orðið og enginn getur truflað mig núna með suði um mat, dót, peninga eða athygli þá langar mig að koma nokkrum atriðum á hreint varðandi mig, mömmu ársins.

Í fyrsta lagi. Þá geri ég þetta eiginlega allt ein. Ég veit að það má ekki tala um það og maður á að segja að maður hafi brjálæðislega góðan stuðning – þið vitið fólk sem er eins og bestu foreldrar í auka-hlutverki. En ég er bara eiginlega með þetta show alveg sjálf. Það sem aðrir gera er eiginlega bara mjög lítið og minna mikilvægt. Og það getur eiginlega enginn gert það sem ég geri jafn vel og ég. Það þýðir ekki að ég sé ekki þakklát fyrir þennan stuðning sem ég fæ, hann er alveg frábær. Og kemur sér oft geysilega vel. En ég bara heyrði ræðuna hennar Taylor Swift um daginn og nú ætla ekkert að vera neitt hæversk með þetta, né leyfa neinum að taka kredit fyrir mitt góða starf heldur bara „own it“ eins og hún þarna svarta konan með heitu sósuna í veskinu.

[dauðaþögn í salnum]

Í öðru lagi þá veit ég oftast ekkert hvað ég er að gera. Það má heldur ekki tala um það en sorry. Ég bara játa það að oft geri ég og segi bara random hluti til þess að tefja tímann þar til hlutirnir leysast af sjálfu sér. Sérstaklega þegar ég þarf að díla við unglinga. Mér hefur lærst að það er besta leiðin til þess að díla við flest drama. Rökhugsun bara virkar ekki á drama. Ég mun ekki rukka ykkur neitt fyrir þetta góða ráð.

Í þriðja lagi þá er þetta drulluerfitt!

Þið vitið það kannski, en það talar enginn um það heldur. Þó ég standi hér, glansandi fín á hælunum, með varalitinn og aukakílóin mín á áhugaverðum stöðum með hjálp aðhaldsnærfata, þá er þessi spariversjón ekki ég. Þannig séð. Ég klæddi mig bara upp því stundum þarf ég bara að komast í hlutverkið mitt: „Fullorðin kona, sem er alveg með’etta“ í staðinn fyrir hina algengari rullu: „Foreldri, sem er nett að tapa sér.“ Því þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í og þetta er einhvern vegin aldrei búið, bara öðruvísi erfitt og gaman stundum.

Og þið megið alveg vita að ég geri ótal mistök á hverjum einasta degi. Ég fallbeygði vitlaust, bara núna rétt áðan. Ég fer aldrei eftir uppskriftum, ég les ekki leiðbeiningarnar, ég gleymi oft að gefa þeim vítamín og yfirleitt keyri ég aðeins of hratt.

[kurr í salnum]

En í rauninni er mér alveg sama um þessa styttu. Ég hlakka bara til þegar börnin mín kynnast mér loksins og skilja og kunna að meta hvað ég er búin að gera massamikið fyrir þau. Og þegar þau fara að þakka mér einlæglega fyrir það sem ég hef bæði gert og sleppt því að gera svo þau verði vonandi heilbrigð og hamingjusöm. Gerist það ekki ábyggilega einhvern daginn?

[ærandi þögn]

[hikandi klapp]

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing