Auglýsing

Hvað í fokkanum þarf maður að gera til að bregðast trausti þingflokks Sjálfstæðisflokksins?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum innanríkisráðherra, eigi afturkvæmt á þing og telur að traust þingflokks Sjálfstæðisflokksins til hennar sé óskorað. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í niðurstöðum frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríksson, fyrrum lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna rannsóknar lekamálsins, kemur meðal annars fram að hún hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptum sínum við Stefán.

Í niðurstöðum umboðsmanni kemur einnig fram:

– Að Hanna Birna hafði ítrekuð og mikil afskipti af rannsókn lekamálsins.

– Að hún hafði samband við Stefán Eiríksson, eftir að hann ræddi við umboðsmann um samskipti sín við ráðherrann, og krafði Stefán upplýsinga um það sem hann greindi umboðsmanni frá. Þetta getur hvorki samrýmst sjónarmiðum um gagnsæja stjórnsýslu né lagareglur, að mati umboðsmanns.

–  Að Hanna Birna ræddi við Stefán og bað hann afsökunar á samskiptum þeirra á milli og framgöngu sinni í þeim. Hún sagði að samskipti hennar hafi ekki samrýmst „nægilega“ hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttar, og viðurkennir lýsingu Stefáns á samskiptum þeirra á milli.

– Að hún hafi gerst brotleg við lög með framferði sínu.

Það er því eðlilegt að spyrja: Hvað í fokkanum þarf maður að gera til að bregðast trausti þingflokks Sjálfstæðisflokksins?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing