Það að verða foreldri felur í sér stórkostlega aðlögunarhæfni. Ekki aðeins hættir þú að vera aðal, og verður bara auka, í þinni eigin tilveru heldur getur þú þurft að bregðast við mjög ófyrirsjáanlegum hlutum og verkefnum sem barnið þitt þeytir í andlitið á þér. En sem betur fer eru börn frekar fyrirsjáanleg í viðhorfum sínum. Kúrfa ástar og velþóknunar frá 0-100 ára gæti litið cirka svona út:
0-1 ára Ég get ekki án mömmu verið.
1-2 ára Ég get ekki án mömmu verið og nú veit ég það.
2-3 ára Ég get alveg verið án mömmu en það þýðir ekki endilega að ég vilji það.
3-4 ára Ég get allt sjálf/ur en það er fínt að hafa mömmu around.
5-6 ára Mamma, bjargaðu þessu fyrir mig!
7-10 ára Mamma, get ég fengið meiri og betri þjónustu?
10-12 ára Æi, mamma!
13-16 ára Mamma, láttu mig vera.
17-19 ára Mömmur eru nettar (eða leim, fer eftir vindátt).
20-25 ára Mamma mín skilur ekkert!
25-30 ára En það er allt best heima hjá mömmu!
30-60 ára Ó, mamma. Veistu þetta var allt rétt hjá þér.
50-100 ára Ó, mamma bara ef þú værir hérna ennþá.
Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.