Auglýsing

Mínar sex óvinsælustu skoðanir: Laddi er ekki fyndinn og ég þoli ekki jólin

Stærsta áhugamál íslensku þjóðarinnar er að rífast á samfélagsmiðlum. Við höfum meira að segja búið til sérstak hugtak yfir fólk sem hefur hvað hæst á þessum vígvelli sem við köllum, „Virkir í athugasemdum“.

Grunnurinn að þessu rifrildi eru skoðanir fólks og þær eru mis vinsælar. Við höfum öll skoðanir sem eru óvinsælar og ef þú hefur ekki gaman af því að rífast er best að halda þeim inni. Ég er með nokkrar óvinsælar skoðanir sem ég hef oftar en ekki fengið á baukinn fyrir að viðra. Ég ákvað að taka saman sex óvinsælustu skoðanir mínar.

1. Ég tengi ekkert við dýr

Vissulega getur það spilað inn í að ég er hræddur við dýr en satt best að segja gæti ég vel hugsað mér heiminn án þeirra

2. Mér finnst sjónvarpsþættirnir Friends drep leiðinlegir

Þættirnir um vinina frá New York sem sátu og drukku kaffi í tíu þáttaraðir eru þegar öllu er á botnin hvolft drep leiðinlegir.

3. Ég hef ekkert gaman af jólunum

Ég viðurkenni það að sem barn elskaði ég jólin en eftir því sem árin líða tengi ég minna við þetta. Ég hugsa að ef ég ætti ekki börn þá myndi ég sleppa þeim í ár.

4. Mér finnst beikon ofmetið

 

Fyrir þá sem ekki vita þá er beikon mjög feitt svínakjöt sem fólk steikir og borðar, oftar en ekki með eggjum. Tengi ekkert við það.

5. Mér er skít sama um hvað verður um flugvöllinn i Vatnsmýri

Það skal tekið fram að ég er búsettur á Akureyri og hér í bæ hafa allir skoðun á því hvar flugvöllurinn á að vera staðsettur í höfuðborginni. Mér er slétt sama.

6. Mér finnst Laddi ekki fyndinn

Laddi er einn ástsælasti grínisti þjóðarinnar, dýrkaður og dáður. Mér finnst hann ekkert fyndinn. Því miður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing