Kæra stækkandi fjölskylda
Þið settuð internetið á hliðina með þessari epísku bumbumynd. Við samgleðjumst ykkur innilega! Nútíminn leitaði á náðir Tvíburafélagsins eftir góðum og uppbyggjandi ráðum fyrir ykkur. Því þó þið hafið máski ágætis bjargir þarna vestra, og séuð reynslumiklir foreldrar, þá er fátt sem getur búið fólk undir 200% fjölgun … En óttist eigi! Hér er rjóminn af reynslu okkar sérfræðinga í tvíburafræðum.
#1.
Það verður alltaf annað þeirra svangt. Það er lögmál.
#2.
Þau munu skipta því skipulega á milli sín að eiga „erfiða nótt“ og halda vöku fyrir ykkur.
#3.
Besta ráðið sem ég fékk áður en ég átti mína: að gera mig tilbúna fyrst, áður en farið er út úr húsi.
#4.
Hafið ekki áhyggjur af því að þurfa að þekkja þau í sundur strax.
#5.
Að segja „nei“ við tvíbba þýðir í raun „reynd þú núna“ fyrir hinn tvíbbann.
#6.
Say goodbye to sleep.
#7.
Munið bara að anda djúpt og taka tvo daga í einu.
#8.
Amma mín, sem átti tvíbura (móður mín var tvíburi) sagði alltaf: eitt sem ekkert, tvö sem tíu.
#9.
Þið þurfið helmingi meira af eiginlega öllu, þar með talið þolinmæði og hjálp ….
#10.
Það er þjóðráð að fá uppáskrifað einhverju eðalstöffi hjá doksa af þessu tilefni.
#11.
Það gerist ósjálfrátt um eins árs aldurinn að þið foreldrarnir farið að grennast, sérstaklega þau sem eiga fleiri börn, því þá hafið þið aldrei tíma til þess að borða.Ef annar tvíburinn er góður og hagar sér vel er bókað að hinn tekur tryllingskast. Þetta er lögmál. Þeir skiptast á, annar bíður saklaus og sallarólegur með geislabaug á meðan hinn missir það og svo koll af kolli. Nema ef málið snýst um mat, þá kinka þau kolli til hvors annars áður en þau taka „1,2 og byrja“ og öskra svo á þig í steríó.
#12.
Þú getur rökrætt og bannað einu barni. En þú átt ekki séns í tvö. Þau skiptast á við að hlusta ekki þangað til þú hnígur niður í sófann og segir: „Geriði bara það sem þið viljið!“
#13.
Ef þú skammar annað þeirra þá passar hitt barnið upp á að þú fáir massívt samviskubit – og skammar þig fyrir að hafa skammað hitt barnið – svo það er oftast þú sem endar á því að biðja alla afsökunar og svo stendur þú upp og hefur ekki hugmynd um hvað gerðist eiginlega.
Tvíburafélagið (TBF) er félag allra fjölburaforeldra. Á vegum þess eru haldnir ýmiskonar viðburðir, s.s. fyrirlestrar og hátíðir. Félagsmenn njóta einnig afsláttarkjara hjá ýmsum fyrirtækjum. Sjá nánari upplýsingar í samnefndum hóp á FB.
Ertu með fleiri ráð fyrir B. og J-Z? Deildu þeim með okkur. Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.