Auglýsing

Rokk og ról! Gleðilegt nýtt ár!

2015! Hvað segiði um það?

Nútíminn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og lofar að vera öflugur á nýju ári.

Nútíminn fór í loftið 25. ágúst og það hefur gengið alveg lygilega vel frá degi eitt. Það hefði hvorki verið hægt án lesenda né auglýsenda og við viljum þakka þeim öllum fyrir. Milljón sinnum.

Lesendur hafa tekið Nútímanum opnum örmum og í byrjun desember áttum við okkar bestu viku þegar einstakir notendur voru fleiri en 70 þúsund. Við ætlum að halda áfram að slá persónulegu metin árið 2015.

Nútíminn segir nýjustu fréttir af fólki og pólitík og reynir að segja frá á öðruvísi og ferskan hátt. Við lofum að halda því áfram. Við viljum að sjálfsögðu vera fyrst með fréttirnar og það hefur tekist oft og mörgum sinnum á þessum fjórum mánuðum sem vefurinn hefur verið í loftinu. Nútíminn sagði t.d. fyrstur fjölmiðla frá afsögn Hönnu Birnu og var einnig fyrstur til að segja frá komu Beyoncé og Jay-Z — svo fátt eitt sé nefnt.

Þá gerðum við okkar besta við að skýra flókin mál á einfaldan hátt með örskýringum og í gær byrjuðum við að bjóða upp á hlaðvarp í samstarfi við Alvarpið. Loks hefur pistlaliðurinn okkar, sem við köllum Raddir, verið lifandi, skemmtilegur og fræðandi. Er hægt að biðja um það betra?

Við lofum því að halda áfram að bjóða upp á nýjungar á nýju ári.

Rokk og ról. Gleðilegt nýtt Nútímaár!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing