Auglýsing

Sjö ástæður fyrir því að Íslendingar eru frekar leiðinlegir plebbar

Við Íslendingar erum upp til hópa frekar leiðinlegt fólk. Því miður. Til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu mína hef ég ákveðið að taka saman sjö ástæður fyrir því að við Íslendingar erum frekar leiðinleg og plebbaleg þjóð, þó við höldum annað.

Áttunda atriðið gæti hugsanlega verið þessi listi en sá sem hann ritar er líklega bæði leiðinlegur og plebbalegur, eins og þið öll.

1. Íslendingar eru hræddir við allt sem kemur frá útlöndum

Við höldum að allt sé best hér, sbr. innflutningur á erlendum matvælum.

2. Íslendingar eru stoltir af öllu sem kemur frá Íslandi

Jafnvel þó það sé ömurlegt. Gott dæmi er þegar þjóðin vaknaði á nóttunni til þess að kjósa Magna í Rockstar Supernova.

3. Allir sem eru ekki sammála okkur eru hálfvitar

Íslendingar hafa þörf fyrir því segja öllum sem ekki hafa sömu stjórnmálaskoðanir og þeir sjálfir að þeir séu fífl og hálfvitar.

4. Höfum skoðun á öllu

Íslendingar þurfa að hafa skoðun á öllu. Ekki nóg með það heldur sjá landsmenn sig knúna til að tjá þessar skoðanir oft. Allt of oft.

5. Allir ætla að slá í gegn

Allir Íslendingar halda allir að þeir geti slegið í gegn á samfélagsmiðlum, hvað eru margir „frægir” snapparar á Íslandi?

6. Elskum lög og reglur

Íslendingar elska að hafa lög og reglur til að hafa vit fyrir sér. Gott dæmi um það er að á Íslandi má ekki auglýsa bjór í sjónvarpi eða blöðum.

7. #röðin

Þegar stórar erlendar verslunarkeðjur eru svo góðar að koma til Íslands þakkar þjóðin fyrir sig með því að mynda langar raðir. #takkH&M #takkdunkindonuts #takkCostco

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing