Í gegnum tíðina hefur það tíðkast hjá íslensku dagskrárgerðarfólki að þýða erlendar bíómyndir og sjónvarpsþætti og hefur útkoman oft verið stórskemmtileg.
Við tókum saman nokkrar af okkar uppáhalds þýðingum hér að neðan.
1.Glæpamaður í tjaldi – Criminal Intent
Sjónvarpsþættirnir Law and Order: Criminal Intent voru þýddir sem Glæpamaður í tjaldi. Við munum aldrei vita hvort það hafi verið viljandi eða ekki en hvort sem það var þá er þetta ein mesta snilldar þýðing sem sést hefur.
Mynd: Ari Brynjólfsson
2. Melur hvar er skrjóðurinn – Dude Where’s My Car
Orðið melur er alls ekki notað nægilega mikið í daglegu tali á Íslandi. Við fögnum því að það hafi verið notað í þýðingunni á gamanmyndinni Dude Where’s My Car á sínum tíma.
3. Eddi klippikrumla – Edward Scissorhands
Íslenska þýðingin á kvikmynd Tim Burton þar sem Jhonny Depp leikur mann með skæri fyrir hendur er æðisleg.
4. Harold og Kumar fá sér borgara – Harold & Kumar go to White Castle
Stundum er einfaldleikinn bestur. Harold og Kumar fá sér borgara er mögulega heiðarlegasta þýðingin á þessum lista.
5. Sjón er sögu ríkari – Eyes Wide Shut
Stanley Kubrick myndin Eyes Wide Shut fékk þessa skemmtilegu þýðingu í kvikmyndahúsum landsins á sínum tíma.
6. Kjánaprik – Jackass
Strákarnir í Jackass eru óttaleg Kjánaprik
7. Beðmál í borginni – Sex and the City
Sennilega mesta klassíkin af þessu öllu. Þessa þýðingu þekkja allir Íslendingar jafnvel og þessa goðsagnakenndu þætti sem kenndu okkur svo margt.