Óháð tilgangi og mannréttindasjónarmiðum er tillaga Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael vandræðalega óvönduð stjórnsýsla.
Það er ekki búið að ákveða hvaða ísraelsku vörur á að sniðganga og með hvaða hætti það verði gert. Samt er búið að samþykkja tillöguna.
Dagur B. Eggertsson útskýrir sjálfur prýðilega í samtali við Vísi af hverju tillagan er ekki góð. „Þetta tengdist auðvitað því að Björk Vilhelmsdóttir var að hætta í borgarstjórn og þetta var hennar lokatillaga.”
????
Sem sagt, pólitískt hitamál á alþjóðlegan mælikvarða var afgreitt svona eins og þegar maður á afmæli og fær að velja hvað er í matinn. Vel gert.
Dagur bendir á í fréttabréfi sínu að að borgarstjórn Kaupmannahafnar sé með sama mál til skoðunar og kannski fara fleiri borgir svipaða leið. Þetta er bara svo skelfileg leið til að taka ákvarðanir.
Utan frá lítur út fyrir að Reykjavíkurborg hafi ákveðið að gleypa heitustu kartöflu heims vegna þess að borgafulltrúi var að hætta og þetta var síðasta tillagan hennar.