Auglýsing

Svona stillir þú græjurnar þínar svo þær séu öruggari fyrir krakkana

Það margborgar sig að gefa sér tíma til þess að stilla græjurnar svo þær séu aðeins öruggari fyrir sakleysingjana sem sækja svo mjög í að nota þær – skiljanlega. Þetta er ekki flókið, en kannski eru græjurnar margar. Hér er yfirlit yfir helstu öryggisstillingarnar sem nútímaforeldrar ættu að mastera sem fyrst.

YouTube????

Þú ættir alltaf að hafa YouTube-ið í tækjunum þínum á Safety-Mode ef börn hafa aðgang að þeim. Þú finnur stillinguna neðst í skjánum, smellir á „Safety:Off“ til að komast í stillingarnar, veldu „On“ til að virkja öryggisstillinguna og vistaðu svo breytingarnar. Athugaðu að sían á YouTube er langt frá því að vera fullkomin, en hún hjálpar sannarlega við að sigta út efni sem er óheppilegt og óviðeigandi fyrir yngra fólk.

Passaðu að gera þetta fyrir alla vafra sem notaðir eru til að komast á YouTube, sem og í öppum.

Krakkar fimm ára og yngri ættu hreinlega ekkert að vera að flækjast í YouTube, það er til sérstakt app fyrir þau, YouTube Kids. Það er algjör snilld, auðvelt að stilla og sérsníða svo litlu sakleysingjarnir sjái bara efni við hæfi.

Apple-græjur ????

Apple notar orðið „Restrictions“ yfir sýnar aðgangsstillingar. Þú finnur þær undir Settings>General>Restrictions. Þarna getur þú stillt aðgang að vissum öppum og notkunarmöguleikum með nýju fjögurra tölustafa aðgangsorði. Sniðugt er til dæmis að hamla aðgangi að iTunes Store, Installing Apps og In-App Purchases ef óvitar eru mikið að nota græjurnar. Þarna inni er líka hægt að setja upp síu á efni út frá því hvaða aldri hentar best, s.s. á heimasíður, bíómyndir og öpp. Það er meira að segja hægt að setja öryggis-stillingu á hljóðstyrkinn.

Fyrir minnstu krakkana er mælt með að setja upp „Guided Access“ sem þú virkjar með því að ýta þrisvar á “Home”-takkann.  Súper einfalt. Þú finnur hana undir: Settings>Accessibility>Guided Access. Þar getur þú takmarkað notkun barnsins við eitt ákveðið app og sett tímaþak á notkunina. Svo þegar þú ert búin að heimila þetta getur þú framvegis farið inn í appið sem þú vilt að barnið „haldi sig í“, þrísmellt á “Home” og þá er krúttið fast þar og kemst ekki á flakk eitthvert annað.

Athugið að í Apple tölvunum er sérstakur möguleiki fyrir foreldra sem vilja stýra tölvunotkun barna sinna. Parental Controls möguleikinn er mjög einfaldur í notkun, en það þarf að búa til nýjan notanda (user) fyrir barnið til þess að sérsníða leyfða notkun, t.d. eftir forritum, vefsíðum eða leikjum. Það er vel þess virði ef þú vilt tryggja að barnið noti tölvuna á öruggan hátt. Og það er líka auðvelt að takmarka tíma barnsins í tölvunni, passið bara að sení-in komist ekki í lykilorðið ykkar.

Google????

Ef þú átt gmail-reikning (netfang) getur þú sett upp SafeSearch-filter fyrir Google. Farðu bara inn á www.google.com/preferences og merktu við þann möguleika og þá útilokar Google óviðeigandi eða grófar mynir úr leitarniðurstöðum. Sían er ekki fullkomin en hjálpar þér að sneiða frá flestu ofbeldisefni og öðru fullorðins.

Það er líka sniðugt að aftengja möguleikann á flýtileit ef börn nota tölvuna eða græjuna. Sá fítus klárar fyrir þig leitarorðið eða orðin eða spáir fyrir um hvað þú ert mögulega að skrifa í leitargluggann. Veldu heldur „Sýna aldrei niðurstöður með flýtileit“  því stundum innihalda þessar leitarniðurstöður einhverja óviðeigandi steypu sem börn ættu ekki að sjá.

Mundu svo eftir að vista svo breytingarnar skili sér ábyggilega inn.
Og að virkja þetta í öllum vöfrum!

Svo eru líka til barnvænar leitarvélar eins og Kiddle. Alveg þess virði að tékka á þeim ef þú átt fróðleiksfús börn.

Android-símar????

Það eru fullt af öppum í boði til þess að aðgangsstýra snjalltækjum af Android-sortinni en eitt það allra þægilegasta er Kids Place. Með því getur þú passað vel upp á „dótið þitt“ og upplýsingar og leyft augasteinunum að leika sér í „barnaherberginu“. Stillingarnar eru fjölbreyttar og margar (ekki missa móðinn), prófaðu þig bara áfram.

PC-tölvur ????

Þú getur á auðveldan hátt sett upp aðgangsstýringu fyrir börn í PC tölvum með því að nota „Parental Controls“. Stofna þarf sérstakan notanda (user) til þess að virkja þennan möguleika en það er virkilega góð hugmynd ef þú vilt takmarka aðgang og tíma barnsins í tölvunni.

Sjónvarp Vodafone ????

Þú getur sett inn læsingu á sjónvarp Vodafone. Veldu Stillingar í stikunni uppi, síðan Læsingar. Þar getur þú sett inn kóða eða PIN sem stýrir því hvort hægt er að leigja efni eða opna ljósbláar sjónvarpsstöðvar.

Sjónvarp Símans ????

Í Sjónvarpi Símans er hægt að setja PIN númeralæsingu og læsa þannig aðgangi að efni sem foreldrar vilja ekki að börn geti horft á. Læsingin virkar fyrir keypt efni, Tímaflakk og í efnisveitunni Sjónvarps Símans Premium. Sama læsing er svo í Sjónvarp Símans appinu, hún eltir stillingar myndlykilsins. Svo er hægt að stilla að spyrja um PIN númer bara þegar efni kostar en annað efni kostar þá ekkert.

Netflix????

Þú vilt ekki að börnin vaði upp og séu að týna sér inni á Netflix. Ef þínir krakkar kunna að kveikja á sjónvarpinu og fara beint inn á AppleTV þá verðið þið foreldrarnir að passa að loka Netflix á eftir ykkur svo þau taki ekki bara upp þráðinn þar og byrji að horfa á Orange is the New Black eða eitthvað bestíu-soft-porn-dreka-thingamajig.

Besta leiðin er að setja upp „Kids“ aðgang fyrir þau og stilla í foreldrastillingum hvers konar efni á að hleypa í gegn.  Skráðu þig inn á reikninginn þinn, veldu „Preferences“ og smelltu svo á „Parental Control Settings“. Þar undir eru nokkrir möguleikar og þú velur þann sem best á við hverju sinni.

All movies – segir sig sjálft
R rated and below – allar myndir sem flokkaðar eru R-rated eða þar fyrir neðan. R-rated þýðir að efnið gæti innihaldið eitthvað sem áhorfendur yngri en 17 ára ættu aðeins að horfa á í félagsskap fullorðinna.
PG-13/TV-14 and below – efni sem áhorfendur yngri en 13-14 ára ættu að horfa á í félagsskap fullorðina.
Unrated Family and below – fjölskylduefni sem ekki hefur verið flokkað
PG and below – efni sem áhorfendur yngri en 13 ára ættu að horfa á í félagsskap fullorðinna.
G and below – efni leyft öllum aldurshópum.

Hæ, við Nútíma-Foreldrar erum líka á Facebook.
Lækaðu þar ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing