Auglýsing

Tékklisti fyrir foreldra sem þurfa að velja frístundastarf fyrir börnin sín

Frístund fyrir börn getur verið annasöm stund fyrir foreldra. Ekki að margir telji það eftir sér að taka virkan þátt í áhugamálum barnanna sinna en það getur skipt máli, fyrir vellíðan fjölskyldunnar í heild, að skuldbindingar áhugamálanna komi engum á óvart. 

Svo hér eru nokkrar spurningar sem gott er að spyrja þegar upplýsinga er aflað um frístundastarf fyrir börn. 

  • Eru einhverjar skyldur eða kvaðir á foreldrum þátttakenda, s.s. mætingaskylda, nefndir eða foreldrafélag?
  • Hver er aldur og reynsla kennara/þjálfara/umsjónarfólks, og eru þau á launum?
  • Hver er stefna umsjónarfólks/félags/skóla þegar kemur að mótum og/eða sýningum?
  • Hver er stefna umsjónarfólks/félags/skóla þegar kemur að styrktaraðilum eða beinni markaðssetningu gagnvart börnum?
  • Hvaða mót, sýningar og/eða viðburðir (s.s. tónleikar) eru fyrirhugaðir og þá hvenær?
  • Hvaða kostnað bera fjölskyldur af slíkum uppákomum? Er líklegt að einhver annar aukakostnaður en námskeiðsgjöld bætist við? 
  • Nauðsynlegur búnaður og/eða búningar, hver kostar hann og/eða annast?
  • Er barnið tryggt í viðkomandi frístundastarfi?
  • Er líklegt að börnin þurfi að safna styrkjum í þágu frístundastarfsins?
  • Hvernig er formlegum samskiptum umsjónarfólks við foreldra háttað … sími, tölvupóstur, innranet, Facebook? 
  • Hvert ber að snúa sér ef forráðamenn hafa spurningar eða athugasemdir varðandi starfið?

Fáðu endilega upplýsingar sem þessar á hreint. Ef sá sem situr fyrir svörum á erfitt með að svara svona spurningum skýrt gæti það gefið vísbendingu um að hlutirnir sé ekki mjög í föstum skorðum, og þá er líklegra að eitthvað geti komið að óvörum síðar. Góðar upplýsingar, betri ákvarðanir, minna vesen.

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.
Svo er dásamlegt að deila.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing